Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 16:30 Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir íslenska liðið í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti