Lögreglumál Erlend þjófagengi herja á verslanir Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Innlent 25.9.2024 19:01 Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. Innlent 25.9.2024 16:06 Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. Innlent 25.9.2024 15:29 Eiturlyf og vopn fundust á heimili hins handtekna á Bakkafirði Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla. Innlent 25.9.2024 14:07 Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Innlent 25.9.2024 13:17 Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Innlent 25.9.2024 11:58 Fjórar tilkynningar um innbrot og þjófnaði og þrír handteknir Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við innbrot í verslun. Eru þeir grunaðir um að hafa brotið rúðu í versluninni og haft vörur á brott með sér. Innlent 25.9.2024 07:06 Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. Innlent 24.9.2024 20:00 Fjögur í varðhaldi vegna innbrota í Elko Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar. Innlent 24.9.2024 17:59 Tveir í bílnum sem hafnaði utan vegar Tveir voru í ökutæki sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð til. Innlent 24.9.2024 17:55 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. Innlent 24.9.2024 17:46 Blöskrar framkoma sérsveitar og afskiptasemi nágranna Verkstjóri á Bakkafirði hefur ýmislegt við framkomu sérsveitarmanna að athuga sem komu að handtöku pólsks karlmanns og kærustu hans í þorpinu í gær. Hann segir nokkra svarta sauði í samfélaginu gera það að verkum að fimm manna fjölskyldan ætlar að flytja úr bænum eftir fimm ára dvöl. Afskiptasemi og neikvæðni ráði ríkjum á Bakkafirði. Innlent 24.9.2024 15:31 Faðirinn ekki lengur í einangrun Sigurður Fannar Þórsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 21. október í Héraðsdómi Reykjaness í dag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku. Innlent 24.9.2024 14:22 Maðurinn fannst látinn Maðurinn sem féll í Hlauptungufoss fannst látinn nú fyrir stundu. Um erlendan ferðamann er að ræða. Innlent 24.9.2024 13:13 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föðurnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sigurði Fannari Þórssyni, sem grunaður er um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana á sunnudag í síðustu viku. Gæsluvarðhald yfir honum rennur að óbreyttu út í dag. Innlent 24.9.2024 10:16 Slagsmál, líkamsárásir og ellefu í fangageymslum Ellefu gista fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en lögregla var meðal annars kölluð til vegna slagsmála á milli nokkurra einstaklinga. Innlent 24.9.2024 06:14 Leituðu á stóru svæði en fundu ekki fleiri hvítabirni Engir hvítabirnir fundust við leitarflug Landhelgisgæslunnar yfir Vestfirði í dag. Lögreglustjóri segir menn nú hafa leitað af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, eftir að ung birna var felld á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag. Innlent 23.9.2024 16:35 Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið. Innlent 23.9.2024 15:39 Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Innlent 23.9.2024 12:20 Ungmenni í viðkvæmri stöðu hagnýtt í afbrot hér á landi Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir lítinn hóp ungmenna í viðkvæmri stöðu hagnýttan í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Fylgjast þurfi sérstaklega með þessum hópi og nálgast ungmennin með fjölbreyttum leiðum. Innlent 23.9.2024 12:00 Efna til söfnunar fyrir móður Kolfinnu Eldeyjar Aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar, tíu ára stúlku sem fannst látin sunnudagskvöldið 15. september, hafa efnt til söfnunar fyrir móður stúlkunnar á þessum erfiðu tímum. Innlent 23.9.2024 11:46 Bíða gagna og tjá sig lítið um rannsóknina á meðan Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað í ágúst er á viðkvæmu stigi en miðar vel, að sögn yfirlögregluþjóns. Lögregla bíður þess að fá niðurstöður rannsókna á rafrænum gögnum og lífsýnum. Innlent 23.9.2024 11:33 Fylgjast grannt með ungmennum á Laufskálaréttarballi Lögreglan á Norðurlandi vestra mun viðhafa strangt eftirlit með ungmennum á svokölluðu Laufskálaréttarballi á Sauðárkróki um helgina. Öll tilvik „þar sem bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verða tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Innlent 23.9.2024 11:12 Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Innlent 23.9.2024 10:21 Tilkynnt um helst til ungan ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um ökumann sem tilkynnanda þótti helst til ungur. Við skoðun á málinu kom í ljós að hann var aðeins 14 ára gamall og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi. Innlent 23.9.2024 06:09 Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Innlent 22.9.2024 18:02 Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. Innlent 22.9.2024 15:20 Slegist með vopnum við skemmtistað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem menn voru sagðir slást með vopnum. Lögregluþjónar frá lögreglustöð 3, sem sér um Kópavog og Breiðholt, voru sendir á vettvang og eru slagsmálin til rannsóknar. Innlent 22.9.2024 07:49 Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Innlent 21.9.2024 23:42 Mikill reykur eftir að gleymdist að slökkva á kerti Mikla brunalykt og reyk bar frá heimili í hverfi 104 í Reykjavík eftir að gleymst hafði að slökkva á kerti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 21.9.2024 18:57 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 278 ›
Erlend þjófagengi herja á verslanir Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Innlent 25.9.2024 19:01
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. Innlent 25.9.2024 16:06
Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. Innlent 25.9.2024 15:29
Eiturlyf og vopn fundust á heimili hins handtekna á Bakkafirði Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla. Innlent 25.9.2024 14:07
Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Innlent 25.9.2024 13:17
Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Innlent 25.9.2024 11:58
Fjórar tilkynningar um innbrot og þjófnaði og þrír handteknir Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við innbrot í verslun. Eru þeir grunaðir um að hafa brotið rúðu í versluninni og haft vörur á brott með sér. Innlent 25.9.2024 07:06
Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. Innlent 24.9.2024 20:00
Fjögur í varðhaldi vegna innbrota í Elko Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar. Innlent 24.9.2024 17:59
Tveir í bílnum sem hafnaði utan vegar Tveir voru í ökutæki sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð til. Innlent 24.9.2024 17:55
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. Innlent 24.9.2024 17:46
Blöskrar framkoma sérsveitar og afskiptasemi nágranna Verkstjóri á Bakkafirði hefur ýmislegt við framkomu sérsveitarmanna að athuga sem komu að handtöku pólsks karlmanns og kærustu hans í þorpinu í gær. Hann segir nokkra svarta sauði í samfélaginu gera það að verkum að fimm manna fjölskyldan ætlar að flytja úr bænum eftir fimm ára dvöl. Afskiptasemi og neikvæðni ráði ríkjum á Bakkafirði. Innlent 24.9.2024 15:31
Faðirinn ekki lengur í einangrun Sigurður Fannar Þórsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 21. október í Héraðsdómi Reykjaness í dag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku. Innlent 24.9.2024 14:22
Maðurinn fannst látinn Maðurinn sem féll í Hlauptungufoss fannst látinn nú fyrir stundu. Um erlendan ferðamann er að ræða. Innlent 24.9.2024 13:13
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föðurnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sigurði Fannari Þórssyni, sem grunaður er um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana á sunnudag í síðustu viku. Gæsluvarðhald yfir honum rennur að óbreyttu út í dag. Innlent 24.9.2024 10:16
Slagsmál, líkamsárásir og ellefu í fangageymslum Ellefu gista fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en lögregla var meðal annars kölluð til vegna slagsmála á milli nokkurra einstaklinga. Innlent 24.9.2024 06:14
Leituðu á stóru svæði en fundu ekki fleiri hvítabirni Engir hvítabirnir fundust við leitarflug Landhelgisgæslunnar yfir Vestfirði í dag. Lögreglustjóri segir menn nú hafa leitað af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, eftir að ung birna var felld á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag. Innlent 23.9.2024 16:35
Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið. Innlent 23.9.2024 15:39
Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Innlent 23.9.2024 12:20
Ungmenni í viðkvæmri stöðu hagnýtt í afbrot hér á landi Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir lítinn hóp ungmenna í viðkvæmri stöðu hagnýttan í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Fylgjast þurfi sérstaklega með þessum hópi og nálgast ungmennin með fjölbreyttum leiðum. Innlent 23.9.2024 12:00
Efna til söfnunar fyrir móður Kolfinnu Eldeyjar Aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar, tíu ára stúlku sem fannst látin sunnudagskvöldið 15. september, hafa efnt til söfnunar fyrir móður stúlkunnar á þessum erfiðu tímum. Innlent 23.9.2024 11:46
Bíða gagna og tjá sig lítið um rannsóknina á meðan Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað í ágúst er á viðkvæmu stigi en miðar vel, að sögn yfirlögregluþjóns. Lögregla bíður þess að fá niðurstöður rannsókna á rafrænum gögnum og lífsýnum. Innlent 23.9.2024 11:33
Fylgjast grannt með ungmennum á Laufskálaréttarballi Lögreglan á Norðurlandi vestra mun viðhafa strangt eftirlit með ungmennum á svokölluðu Laufskálaréttarballi á Sauðárkróki um helgina. Öll tilvik „þar sem bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verða tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Innlent 23.9.2024 11:12
Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Innlent 23.9.2024 10:21
Tilkynnt um helst til ungan ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um ökumann sem tilkynnanda þótti helst til ungur. Við skoðun á málinu kom í ljós að hann var aðeins 14 ára gamall og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi. Innlent 23.9.2024 06:09
Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Innlent 22.9.2024 18:02
Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. Innlent 22.9.2024 15:20
Slegist með vopnum við skemmtistað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem menn voru sagðir slást með vopnum. Lögregluþjónar frá lögreglustöð 3, sem sér um Kópavog og Breiðholt, voru sendir á vettvang og eru slagsmálin til rannsóknar. Innlent 22.9.2024 07:49
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Innlent 21.9.2024 23:42
Mikill reykur eftir að gleymdist að slökkva á kerti Mikla brunalykt og reyk bar frá heimili í hverfi 104 í Reykjavík eftir að gleymst hafði að slökkva á kerti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 21.9.2024 18:57