Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 13:37 Ferðamenn á snæðingi á Þingvöllum. Vísir/vilhelm Ferðamaður tók vel í beiðni pars um að hann tæki af þeim paramynd á Þingvöllum í morgun. Þegar myndatökunni var lokið og parið á bak og burt áttaði ferðamaðurinn sig á því að hann var kortaveskinu fátækari. Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar. Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar.
Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07
Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55
Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14