Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 10:52 Sigurður Ragnar Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira