Félagsmál

Fréttamynd

Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Árskógarmálið heldur áfram fyrir dómi á morgun

Samningaviðræður Félags eldri borgara við annan kaupanda hafa ekki gengið eftir. Innsetningarmálið heldur því áfram og verður það þingfest á morgun. Lögmaður kaupandans efast um gildi kaupréttarákvæðis og segir félagið ekki í samningsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin

Mæðgur á Akureyri ákváðu að flytja til Svíþjóðar vegna menntaskólagöngu dótturinnar. Segja það ódýrari kost en að flytja til Reykjavíkur. Engin heimavist er við menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem torveldar ungu fólki af landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki

Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Er ráðherra loks orðlaus?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga.

Skoðun
Fréttamynd

Eldri borgarar sæta afarkostum

Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína.

Skoðun
Fréttamynd

Segir laun forstjórans hneyksli

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það hneyksli að fyrrverandi forstjóri Félagsbústaða hafi verið með 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Bjart er yfir Bjargi!

Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi.

Skoðun
Fréttamynd

Ný stofnun um húsnæðismál

Félagsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda um sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun

Innlent
Fréttamynd

Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“

Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með mikinn fíknivanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára.

Innlent
Fréttamynd

Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi

Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi

Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi.

Innlent