Allir í húsnæðisvanda fá þak yfir höfuðið í nokkra mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2020 12:00 Öllum þeim sem eru í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar verður útvega húsnæði næstu mánuði, óháð lögheimili, samkvæmt samkomulagi sem félagsmálaráðherra og Reykjavíkurborg hafa gert. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira