Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 18:36 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Lögreglan Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira