Fjármálin með Birni Berg

Fréttamynd

Hvernig fæ ég ung­lingana mína til að fara betur með peninga?

41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hvert á ég að ráð­stafa séreigninni?“

28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið.

Viðskipti innlent