Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. júní 2025 07:02 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar lesendum Vísis í sumar. Vísir/Vilhelm Spurning barst frá þrjátíu og fjögurra ára karlmanni: Sæll Björn, þú minntist á í Viltu finna milljón podcastinu að geyma ekki sparifé fyrir börn á þeirra kennitölu, en mín spurning er: Eru framtíðarreikningarnir ekki með bestu ávöxtunina, verandi verðtryggðir? Hvar væri hægt að geyma þá annarstaðar og fá sömu góðu kjör og framtíðarreikningarnir bjóða? Er maður ekki að fórna smá ávöxtun með því að geyma peningana ekki á framtíðarreikning? Kær kveðja, Einn 34 ára sparióður pabbi Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Þetta er áhugavert viðfangsefni og mikilvægt að velta vel fyrir sér. Þegar kemur að sparnaði fyrir börn vil ég að mælikvarðar á árangur séu fleiri en einungis ávöxtun, en hún er þó að sjálfsögðu afar mikilvæg. Byrjum á að velta fyrir okkur ávöxtuninni og lítum svo á aðra mikilvæga þætti. Ávöxtun sparnaðar Eitt af því sem einkennir sparnað fyrir börn er að hann er yfirleitt hugsaður til tiltölulega langs tíma, t.d. 18-25 ára í upphafi. Þessi langi tími lyftir ávöxtuninni enn frekar upp og þegar vel gengur fer ávöxtunin sjálf jafnvel að vega þyngra en höfuðstóll sparnaðarins. Þú spyrð hvort framtíðarreikningar séu ekki með bestu ávöxtunina, þar sem þeir séu verðtryggðir og við séum því að fórna ávöxtun með því að líta á aðra kosti. Ég er því ósammála. Peningar sem ávaxtaðir eru til langs tíma, til dæmis hjá lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og styrktarsjóðum, eru nær aldrei geymdir á bankabókum. Ástæðan er sú að vænt ávöxtun er almennt lág. Framtíðarreikningar bera í dag um 2,5% raunávöxtun (verðtryggingu er bætt við), en gerð er krafa um mun hærri ávöxtun á hlutabréfamarkaði og í blönduðum verðbréfasöfnum. Svo dæmi séu tekin hefur S&P 500 hlutabréfavísitalan vestanhafs hækkað um að meðaltali ríflega 7% umfram verðbólgu undanfarna hálfa öldina, þrátt fyrir öll hrun og klandur. Reiknum með 3% verðbólgu að meðaltali á sparnaðartímanum. Séu 10.000 krónur lagðar fyrir mánaðarlega í 20 ár á framtíðarreikningi safnast 2,4 m.kr. í höfuðstól og tæpar 2 milljónir í vexti og verðtryggingu. Fáist hins vegar 7% raunávöxtun nemur ávöxtunin 5,2 m.kr. Þetta sýnir okkur að þegar við höfum nægan tíma skiptir ávöxtun afar miklu máli. Það er ekki þar með sagt að við eigum að geyma sparnað barnanna alfarið í hlutabréfum og ég er ekki að mæla með tilteknum sparnaðarkostum umfram aðra. Það er þó mikilvægt að huga að væntri ávöxtun og muna að það eru til fleiri kostir en bankabókin. Öryggi Það er lykilatriði að sparnaðurinn verði til staðar þegar barnið þarf á honum að halda. Verðtryggður reikningur hefur þar óneitanlega kosti, enda eru íslenskir bankareikningar vel tryggðir, verðtryggingin leiðréttir fyrir hverri þeirri verðbólgu sem á sparnaðartímanum verður og sparnaðurinn byggist þar að auki upp með stöðugum hætti. Þegar illa gengur í efnahagslífinu halda vextir áfram að berast, þótt ekkert sé að sjálfsögðu 100% öruggt. Aðrir sparnaðarkostir, svo sem verðbréf sveiflast hins vegar í verði og bjóða okkur sjaldan fyrirsjáanlega ávöxtun. En þá þurfum við aftur að líta til tímalengdar sparnaðarins. Eftir því sem sparnaðartíminn er lengri, þeim mun minni áhætta fylgir sveiflum á eignasafni. Því líta stórir langtímafjárfestar ekki á það sem áhættu að dreifa vel úr eignum safnsins heldur þvert á móti að eignadreifingin sem slík dragi úr áhættu. Fjárhagslega sjálfstæð börn eru sömuleiðis besta fjárfesting foreldranna, segir Björn Berg.Vilhelm Reglulegur sparnaður Þegar sparað er fyrir börn eru yfirleitt lagðar fyrir fastar fjárhæðir í hverjum mánuði. Það er einfalt að gera með reglulegum sparnaði á bankabækur, svo sem framtíðarreikning. Slíkt er þó ekki flóknara að útfæra sé sparað í verðbréfum, ef stillt er áskrift í sjóði. Sparnaðurinn getur því verið sjálfvirkur og reglulegur hvort sem hann er á bankabókum eða í sjóðum. Aðgengi Framtíðarreikningur verður aðgengilegur fyrir barnið við 18 ára aldur, en það getur séð peningana fyrr, þegar það fær aðgengi að netbanka og appi. Það þýðir að við 18 ára aldur, þegar barnið er fjárráða, hefur það full og ótakmörkuð völd yfir allri fjárhæðinni. Ef foreldrar spara þess í stað á eigin nafni ráða þeir hvenær og við hvaða kringumstæður barninu verður afhentur sparnaðurinn. Þeir stýra því hvernig honum verður varið, til dæmis við kaup á íbúð eða til að fjármagna nám. Vissulega fylgir því áskorun varðandi fjármagnstekjuskatt á sparnaðartímanum og þegar fénu er komið til barnsins, en kostirnir vega þó að mínu mati umtalsvert þyngra. Þetta er langa svarið við spurningunni. Stutta svarið er að engin gögn sem ég hef séð styðja við að langtímaávöxtun bankabóka sé betri en langtímaávöxtun á vel dreifðu eignasafni eða alþjóðlegum hlutabréfum. Þar að auki er lítið gagn af ávöxtun ef fénu verður ekki skynsamlega varið. Því er mikilvægt að mennta og fræða börnin sín um fjármál snemma og stöðugt eftir því sem þau eldast. Langbesta fjárhagsaðstoðin er að kenna þeim að fara vel með peninga, skipuleggja sig, vera samviskusöm í vinnu og að vera sjálfstæð fjárhagslega. Fjárhagslega sjálfstæð börn eru sömuleiðis besta fjárfesting foreldranna. Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Sæll Björn, þú minntist á í Viltu finna milljón podcastinu að geyma ekki sparifé fyrir börn á þeirra kennitölu, en mín spurning er: Eru framtíðarreikningarnir ekki með bestu ávöxtunina, verandi verðtryggðir? Hvar væri hægt að geyma þá annarstaðar og fá sömu góðu kjör og framtíðarreikningarnir bjóða? Er maður ekki að fórna smá ávöxtun með því að geyma peningana ekki á framtíðarreikning? Kær kveðja, Einn 34 ára sparióður pabbi Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Þetta er áhugavert viðfangsefni og mikilvægt að velta vel fyrir sér. Þegar kemur að sparnaði fyrir börn vil ég að mælikvarðar á árangur séu fleiri en einungis ávöxtun, en hún er þó að sjálfsögðu afar mikilvæg. Byrjum á að velta fyrir okkur ávöxtuninni og lítum svo á aðra mikilvæga þætti. Ávöxtun sparnaðar Eitt af því sem einkennir sparnað fyrir börn er að hann er yfirleitt hugsaður til tiltölulega langs tíma, t.d. 18-25 ára í upphafi. Þessi langi tími lyftir ávöxtuninni enn frekar upp og þegar vel gengur fer ávöxtunin sjálf jafnvel að vega þyngra en höfuðstóll sparnaðarins. Þú spyrð hvort framtíðarreikningar séu ekki með bestu ávöxtunina, þar sem þeir séu verðtryggðir og við séum því að fórna ávöxtun með því að líta á aðra kosti. Ég er því ósammála. Peningar sem ávaxtaðir eru til langs tíma, til dæmis hjá lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og styrktarsjóðum, eru nær aldrei geymdir á bankabókum. Ástæðan er sú að vænt ávöxtun er almennt lág. Framtíðarreikningar bera í dag um 2,5% raunávöxtun (verðtryggingu er bætt við), en gerð er krafa um mun hærri ávöxtun á hlutabréfamarkaði og í blönduðum verðbréfasöfnum. Svo dæmi séu tekin hefur S&P 500 hlutabréfavísitalan vestanhafs hækkað um að meðaltali ríflega 7% umfram verðbólgu undanfarna hálfa öldina, þrátt fyrir öll hrun og klandur. Reiknum með 3% verðbólgu að meðaltali á sparnaðartímanum. Séu 10.000 krónur lagðar fyrir mánaðarlega í 20 ár á framtíðarreikningi safnast 2,4 m.kr. í höfuðstól og tæpar 2 milljónir í vexti og verðtryggingu. Fáist hins vegar 7% raunávöxtun nemur ávöxtunin 5,2 m.kr. Þetta sýnir okkur að þegar við höfum nægan tíma skiptir ávöxtun afar miklu máli. Það er ekki þar með sagt að við eigum að geyma sparnað barnanna alfarið í hlutabréfum og ég er ekki að mæla með tilteknum sparnaðarkostum umfram aðra. Það er þó mikilvægt að huga að væntri ávöxtun og muna að það eru til fleiri kostir en bankabókin. Öryggi Það er lykilatriði að sparnaðurinn verði til staðar þegar barnið þarf á honum að halda. Verðtryggður reikningur hefur þar óneitanlega kosti, enda eru íslenskir bankareikningar vel tryggðir, verðtryggingin leiðréttir fyrir hverri þeirri verðbólgu sem á sparnaðartímanum verður og sparnaðurinn byggist þar að auki upp með stöðugum hætti. Þegar illa gengur í efnahagslífinu halda vextir áfram að berast, þótt ekkert sé að sjálfsögðu 100% öruggt. Aðrir sparnaðarkostir, svo sem verðbréf sveiflast hins vegar í verði og bjóða okkur sjaldan fyrirsjáanlega ávöxtun. En þá þurfum við aftur að líta til tímalengdar sparnaðarins. Eftir því sem sparnaðartíminn er lengri, þeim mun minni áhætta fylgir sveiflum á eignasafni. Því líta stórir langtímafjárfestar ekki á það sem áhættu að dreifa vel úr eignum safnsins heldur þvert á móti að eignadreifingin sem slík dragi úr áhættu. Fjárhagslega sjálfstæð börn eru sömuleiðis besta fjárfesting foreldranna, segir Björn Berg.Vilhelm Reglulegur sparnaður Þegar sparað er fyrir börn eru yfirleitt lagðar fyrir fastar fjárhæðir í hverjum mánuði. Það er einfalt að gera með reglulegum sparnaði á bankabækur, svo sem framtíðarreikning. Slíkt er þó ekki flóknara að útfæra sé sparað í verðbréfum, ef stillt er áskrift í sjóði. Sparnaðurinn getur því verið sjálfvirkur og reglulegur hvort sem hann er á bankabókum eða í sjóðum. Aðgengi Framtíðarreikningur verður aðgengilegur fyrir barnið við 18 ára aldur, en það getur séð peningana fyrr, þegar það fær aðgengi að netbanka og appi. Það þýðir að við 18 ára aldur, þegar barnið er fjárráða, hefur það full og ótakmörkuð völd yfir allri fjárhæðinni. Ef foreldrar spara þess í stað á eigin nafni ráða þeir hvenær og við hvaða kringumstæður barninu verður afhentur sparnaðurinn. Þeir stýra því hvernig honum verður varið, til dæmis við kaup á íbúð eða til að fjármagna nám. Vissulega fylgir því áskorun varðandi fjármagnstekjuskatt á sparnaðartímanum og þegar fénu er komið til barnsins, en kostirnir vega þó að mínu mati umtalsvert þyngra. Þetta er langa svarið við spurningunni. Stutta svarið er að engin gögn sem ég hef séð styðja við að langtímaávöxtun bankabóka sé betri en langtímaávöxtun á vel dreifðu eignasafni eða alþjóðlegum hlutabréfum. Þar að auki er lítið gagn af ávöxtun ef fénu verður ekki skynsamlega varið. Því er mikilvægt að mennta og fræða börnin sín um fjármál snemma og stöðugt eftir því sem þau eldast. Langbesta fjárhagsaðstoðin er að kenna þeim að fara vel með peninga, skipuleggja sig, vera samviskusöm í vinnu og að vera sjálfstæð fjárhagslega. Fjárhagslega sjálfstæð börn eru sömuleiðis besta fjárfesting foreldranna.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent