Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótarlífeyrissparnað? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. júlí 2025 07:01 Björn Berg Gunnarsson fagnar umræðunni um sparnað. Vísir/Vilhelm Spurning barst frá sextíu og fimm ára konu: Sæll Björn, v arðandi séreign, er skynsamlegt að taka hana út áður en ég sæki um hjá TR, eða er skynsamlegt að gera það ekki og eiga hana sem varasjóð eftir 67 ára? Er einnig með tilgreinda séreign og er meðvituð um að ég þarf að taka hana út fyrir 67 ára þar sem hún skerðist hjá TR. Kær kveðja frá einni sem finnst lífeyrismálin vera mikill frumskógur. Takk fyrir góða spurningu. Þú ert ekki ein um að velta þessu fyrir þér, enda hafa fleiri sambærilegar spurningar borist á þessum vettvangi. Það er stór ákvörðun að taka séreignarsparnað út, því inn fer hann ekki aftur. Hér á landi er boðið upp á margar tegundir séreignarsparnaðar, auk þess sem seldir eru þýskir tryggingasamningar. Hvenær og hvernig við megum sækja það fé fer eftir um hvaða sparnað er að ræða og ákvörðun um hvernig skynsamlegast sé að ganga frá úttektinni þarf að vera einstaklingsbundin. Þar sem ég hef ekki nánari upplýsingar um þá séreign sem þú nefnir gef ég mér að þú eigir við viðbótarlífeyrissparnað, séreign sem safnað er með valfrjálsu viðbótarframlagi. Hvað einkennir viðbótarlífeyrissparnað? Gott er að hafa nokkur atriði í huga þegar sækja á viðbótarlífeyri, en hann er bæði frábrugðinn ellilífeyri og hefðbundnum sparnaði. Sé viðbótarlífeyrissparnaður geymdur hér á Íslandi er okkur frjálst að sækja hann hvenær og með hvaða hætti sem við viljum, eftir sextugt. Við getum sótt hann allan í einu, með reglulegum greiðslum eða stökum úttektum þegar þörf er á. Engin krafa er um að sparnaðurinn sé yfir höfuð sóttur og erfist íslenskur viðbótarlífeyrissparnaður að fullu, án erfðafjárskatts, til barna og maka. Þýskir tryggingasamningar eru gerðir upp með öðrum hætti, bæði við andlát og úttekt. Þar eru takmarkaðri möguleikar á fyrirkomulagi úttektar og unnið út frá tilteknum gildistíma samnings. Ýmiss fríðindi fylgja viðbótarlífeyrissparnaði og má þar nefna að hann er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot, enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun hans og engar skerðingar eru á greiðslum almannatrygginga við ávöxtun eða úttekt. Er skynsamlegt að sækja sparnaðinn áður en sótt er um hjá TR? Ég hef leyft mér að fullyrða að rangfærslur um greiðslur almannatrygginga séu í meiri dreifingu á kaffistofum landsins en það sem rétt er. Þetta er afar bagalegt, enda sækja því miður margir upplýsingar um lífeyrismál sín til þess háværasta á kaffistofunni og gera oft í kjölfarið kostnaðarsöm mistök. Meðal þess sem ég heyri oftast er að nauðsynlegt sé að taka út alla séreign áður en hætt sé að vinna. Það er í stuttu máli alrangt. En hvers vegna? Eins og áður segir skerðir úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar ekki greiðslur almannatrygginga. Úttekt annarra tegunda séreignar skerðir þó greiðslurnar, svo sem úttekt séreignarhluta lágmarksiðgjalds, bundinnar séreignar, tilgreindrar séreignar og frjálsrar séreignar úr skyldusparnaði. Liggur því eitthvað á? Enginn hvati er því til úttektar viðbótarlífeyris áður en sótt er um hjá Tryggingastofnun, en ef aðrar tegundir séreignar eru sóttar eftir að greiðslur frá stofnuninni hefjast skerðir úttektin greiðslur, auk þess sem greiddur er af henni tekjuskattur og útsvar. Því er algengt að sá sparnaður sé sóttur áður en rætt er við Tryggingastofnun. Hvernig er þá best að nálgast þetta? Ég get alls ekki fullyrt að þú ættir ekki taka viðbótarlífeyrissparnaðinn út á tilteknum tíma. Það gæti verið hentugt fyrir þig að sækja einhvern hluta hans strax í dag til að greiða niður skuldir, byggja upp þægilegra svigrúm á bankabók eða hreinlega til fara í siglingu um Karabíska hafið. Ef engin þörf er á peningunum í dag getur viðbótarlífeyrissparnaður hentað ljómandi vel sem geymslustaður fyrir varasjóð, sem ávaxtast þá án fjármagnstekjuskatts og skerðinga. Það er þó mjög gott að þú sért að velta þessum málum fyrir þér í dag. Ég hef mælt með því að séreignarsparnaði sé ætlað tiltekið hlutverk. Hyggjumst við sækja hann til að útfæra sveigjanleg starfslok? Nýtist hann best sem varasjóður eða til að koma okkur betur fyrir fjárhagslega áður en sest er í helgan stein? Gæti jafnvel verið hentugt að éta hann upp yfir fyrirframákveðið tímabil og auka þannig mánaðarlegar tekjur okkar, sem lækka oftast við starfslok? Sem dæmi um slíka útfærslu má nefna 10 milljóna króna séreign sem sótt er með mánaðarlegum úttektum yfir 10 ár. Nemi árleg ávöxtun 7% má þannig sækja um 116.000 krónur, fyrir skatt, í hverjum mánuði. Stilla má upp slíkum dæmum í þessari reiknivél: https://www.bjornberg.is/reiknivelar/ad-ganga-a-sparnad Mörgum þykir hentugra að sækja séreign með reglulegum eða tilfallandi úttektum en einni stórri millifærslu. Stórar úttektir gætu fært okkur upp á milli skattþrepa, en afar mikill munur er á þrepunum í dag. Sé hátekjuskattur (yfir 1.325.127 kr. á mánuði) greiddur af séreign taka ríki og sveitarfélög hátt í helming fjárhæðarinnar af fólki áður en hún berst inn á bankabókina. Ég tek undir með þér að lífeyrismálin eru vissulega mikill frumskógur. Við látum okkur þó hafa það að berjast í gegnum hann, því tímakaupið getur verið afar gott. Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Sæll Björn, v arðandi séreign, er skynsamlegt að taka hana út áður en ég sæki um hjá TR, eða er skynsamlegt að gera það ekki og eiga hana sem varasjóð eftir 67 ára? Er einnig með tilgreinda séreign og er meðvituð um að ég þarf að taka hana út fyrir 67 ára þar sem hún skerðist hjá TR. Kær kveðja frá einni sem finnst lífeyrismálin vera mikill frumskógur. Takk fyrir góða spurningu. Þú ert ekki ein um að velta þessu fyrir þér, enda hafa fleiri sambærilegar spurningar borist á þessum vettvangi. Það er stór ákvörðun að taka séreignarsparnað út, því inn fer hann ekki aftur. Hér á landi er boðið upp á margar tegundir séreignarsparnaðar, auk þess sem seldir eru þýskir tryggingasamningar. Hvenær og hvernig við megum sækja það fé fer eftir um hvaða sparnað er að ræða og ákvörðun um hvernig skynsamlegast sé að ganga frá úttektinni þarf að vera einstaklingsbundin. Þar sem ég hef ekki nánari upplýsingar um þá séreign sem þú nefnir gef ég mér að þú eigir við viðbótarlífeyrissparnað, séreign sem safnað er með valfrjálsu viðbótarframlagi. Hvað einkennir viðbótarlífeyrissparnað? Gott er að hafa nokkur atriði í huga þegar sækja á viðbótarlífeyri, en hann er bæði frábrugðinn ellilífeyri og hefðbundnum sparnaði. Sé viðbótarlífeyrissparnaður geymdur hér á Íslandi er okkur frjálst að sækja hann hvenær og með hvaða hætti sem við viljum, eftir sextugt. Við getum sótt hann allan í einu, með reglulegum greiðslum eða stökum úttektum þegar þörf er á. Engin krafa er um að sparnaðurinn sé yfir höfuð sóttur og erfist íslenskur viðbótarlífeyrissparnaður að fullu, án erfðafjárskatts, til barna og maka. Þýskir tryggingasamningar eru gerðir upp með öðrum hætti, bæði við andlát og úttekt. Þar eru takmarkaðri möguleikar á fyrirkomulagi úttektar og unnið út frá tilteknum gildistíma samnings. Ýmiss fríðindi fylgja viðbótarlífeyrissparnaði og má þar nefna að hann er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot, enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun hans og engar skerðingar eru á greiðslum almannatrygginga við ávöxtun eða úttekt. Er skynsamlegt að sækja sparnaðinn áður en sótt er um hjá TR? Ég hef leyft mér að fullyrða að rangfærslur um greiðslur almannatrygginga séu í meiri dreifingu á kaffistofum landsins en það sem rétt er. Þetta er afar bagalegt, enda sækja því miður margir upplýsingar um lífeyrismál sín til þess háværasta á kaffistofunni og gera oft í kjölfarið kostnaðarsöm mistök. Meðal þess sem ég heyri oftast er að nauðsynlegt sé að taka út alla séreign áður en hætt sé að vinna. Það er í stuttu máli alrangt. En hvers vegna? Eins og áður segir skerðir úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar ekki greiðslur almannatrygginga. Úttekt annarra tegunda séreignar skerðir þó greiðslurnar, svo sem úttekt séreignarhluta lágmarksiðgjalds, bundinnar séreignar, tilgreindrar séreignar og frjálsrar séreignar úr skyldusparnaði. Liggur því eitthvað á? Enginn hvati er því til úttektar viðbótarlífeyris áður en sótt er um hjá Tryggingastofnun, en ef aðrar tegundir séreignar eru sóttar eftir að greiðslur frá stofnuninni hefjast skerðir úttektin greiðslur, auk þess sem greiddur er af henni tekjuskattur og útsvar. Því er algengt að sá sparnaður sé sóttur áður en rætt er við Tryggingastofnun. Hvernig er þá best að nálgast þetta? Ég get alls ekki fullyrt að þú ættir ekki taka viðbótarlífeyrissparnaðinn út á tilteknum tíma. Það gæti verið hentugt fyrir þig að sækja einhvern hluta hans strax í dag til að greiða niður skuldir, byggja upp þægilegra svigrúm á bankabók eða hreinlega til fara í siglingu um Karabíska hafið. Ef engin þörf er á peningunum í dag getur viðbótarlífeyrissparnaður hentað ljómandi vel sem geymslustaður fyrir varasjóð, sem ávaxtast þá án fjármagnstekjuskatts og skerðinga. Það er þó mjög gott að þú sért að velta þessum málum fyrir þér í dag. Ég hef mælt með því að séreignarsparnaði sé ætlað tiltekið hlutverk. Hyggjumst við sækja hann til að útfæra sveigjanleg starfslok? Nýtist hann best sem varasjóður eða til að koma okkur betur fyrir fjárhagslega áður en sest er í helgan stein? Gæti jafnvel verið hentugt að éta hann upp yfir fyrirframákveðið tímabil og auka þannig mánaðarlegar tekjur okkar, sem lækka oftast við starfslok? Sem dæmi um slíka útfærslu má nefna 10 milljóna króna séreign sem sótt er með mánaðarlegum úttektum yfir 10 ár. Nemi árleg ávöxtun 7% má þannig sækja um 116.000 krónur, fyrir skatt, í hverjum mánuði. Stilla má upp slíkum dæmum í þessari reiknivél: https://www.bjornberg.is/reiknivelar/ad-ganga-a-sparnad Mörgum þykir hentugra að sækja séreign með reglulegum eða tilfallandi úttektum en einni stórri millifærslu. Stórar úttektir gætu fært okkur upp á milli skattþrepa, en afar mikill munur er á þrepunum í dag. Sé hátekjuskattur (yfir 1.325.127 kr. á mánuði) greiddur af séreign taka ríki og sveitarfélög hátt í helming fjárhæðarinnar af fólki áður en hún berst inn á bankabókina. Ég tek undir með þér að lífeyrismálin eru vissulega mikill frumskógur. Við látum okkur þó hafa það að berjast í gegnum hann, því tímakaupið getur verið afar gott.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira