
Aþena

Segir Aþenu svikna um aðstöðu
Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari með meiru segir íþróttafélagið Aþenu hafa verið svikið um íþróttaðastöðu sem því hafði verið lofað. Hann segir endalaus svik einkenna verk kerfisins gegn Aþenu sem þó er að vinna ómetanlegt ungmennastarf.

Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu
Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu
Fulltrúar Aþenu á Körfuknattleiksþinginu vildu fá að bæta við tillögu á KKÍ þinginu eftir að frestur til þess var runninn út. Þingið kaus því um hvort ætti að taka hana tillöguna fyrir á þinginu en það var fellt.

Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla
Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir að tíminn sem hann hafi varið í Bandaríkjunum, þar sem hann nam meðal annars við kaþólskan einkaskóla hafi haft mikil áhrif á hann. Brynjar fermdist aldrei en er trúaður í dag. Þá gerði hann eitt sinn lítið úr breska knattspyrnuþjálfaranum Sam Allardyce, allt fyrir helberan misskilning.

Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik
Aþena hefur verið að bíta frá sér síðan að liðið féll úr Bónus deild kvenna í körfubolta á dögunum en þrátt fyrir góða stöðu í hálfleik þá réðu Aþenukonur ekki við Stjörnukonur þegar á reyndi í kvöld.

„Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“
Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál.

Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur
Brynjar Karl Sigurðsson körfuknattleiksþjálfari segist hafa verið hugrakkt kvíðabarn í æsku. Hann segir baráttu sína snúast um stelpurnar sem hann þjálfi, þeirri baráttu sé ekki lokið þó hún hafi haft sín áhrif á hann og hans fjölskyldu.

Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu
Aþena, sem er fallið úr Bónus deild kvenna í körfubolta, bætti í kvöld enn ofan á vandræði og vonleysi Tindstólskvenna.

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71.

Aþena vann loksins leik
Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88.

Stólarnir stríddu toppliðinu
Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu
Grindavík vann 15 stiga sigur á botnliði Aþenu í fallbaráttuslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 105-90.

Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi.

Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“
Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun.

Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi.

Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi
Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu í efstu deild kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls Sigurðssonar.

Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“
Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook.

„Fokking aumingjar“
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun.

Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“
Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi deildarsigur Þórs í röð
Þór Akureyri hélt sigurgöngu sinni í Bónus deild kvenna áfram í kvöld og vann tíunda leikinn í röð gegn Aþenu, neðsta liði deildarinnar sem hefur nú tapað síðustu átta leikjum. Lokatölur í Breiðholtinu 85-95.

Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik
Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra
Njarðvík og Stjarnan unnu bæði öfluga útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds kvenna botna ekkert í liði Aþenu sem situr í næstneðsta sæti Bónus deildarinnar. Þeir velta fyrir sér tilgangi liðsins.

„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn
Haukakonur endurheimtu toppsæti Bónus deildar kvenna í körfubolta með þrettán stiga útisigri á Aþenu, 77-64, í Austurbergi í kvöld.

Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan
Norðanliðin Þór frá Akureyri og Tindastóll frá Sauðárkróki unnu bæði góða heimasigra í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu
Úrvalsdeildarliðið Aþena tapaði 68-72 á heimavelli gegn fyrstu deildar liði Ármanns í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Fjórir leikmenn Ármanns spiluðu allar fjörutíu mínúturnar.

„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“
Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega.

Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni
Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti nýliðum Aþenu í kvöld og fóru að lokum með sigur af hólmi í ansi kaflaskiptum leik, 74-59.

Aþena lagði Grindavík
Aþena lagði Grindavík með átta stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 75-67.