Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2025 23:01 Brynjar segir félagið hafa byrjað að ganga á eftir borginni í febrúar vegna rekstrarsamningsins sem rann út á dögunum. Borgin hafi dregið félagið á asnaeyrunum sem á meðan missti frá sér þjálfara og styrktaraðila. Vísir/Anton Brink „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. Fjallað hefur verið um afdrif körfuboltafélagsins Aþenu undanfarna daga, en rekstrarsamningur félagsins við borgina um notkun íþróttahúsnæðis rann út þann 31. maí. Í Facebook færslu þann dag sagði Brynjar ekkert benda til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur væri á þrotum. Að óbreyttu yrði félagið lagt niður í lok vikunnar. Fátt um svör hvers vegna Vongóður fundaði Brynjar ásamt öðrum fulltrúum Aþenu með Skúla Helgasyni, formanni íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar, og Steinþóri Einarssyni, sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, í dag. Á Facebook greinir hann frá því að á fundinum hafi meðal annars komið fram að borgin muni ekki endurnýja samning við Aþenu undir nafni félagsins. Þá hafi félaginu aðeins verið boðinn afmarkaður aðgangur að tímum í húsnæðinu en ekki lyklavöld eða full stjórn á húsinu í samvinnu við Leikni. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að vegna þessa sé staðan enn óbreytt, félagið verði lagt niður í lok vikunnar ef fram heldur sem horfir. Hann segist í áfalli eftir fundinn, hvar hann segist hafa fengið lítið um svör. „Það sem kom mest á óvart er að við fáum engin svör við því hvað það er sem þau eru ekki sátt við,“ segir Brynjar. „Það komu engin svör. Var ég leiðinlegur eða?“ „Það sjá þetta allir, árangurinn er ekki þokkalegur heldur frábær. Hann væri mjög góður ef þetta væri uppbygging í öllum öðrum hverfum. Þarna erum við að tala um árangur í mesta olnbogabarni ekki bara borgarinnar heldur Íslandi. Það sem er búið að hafa fyrir þessu er jarðað í þvílíkum hroka, pólitík og vanvirðingu.“ Sviðsstjóri ekki þegið heimboð Brynjar segir einnig koma sér á óvart að borgaryfirvöld hafi ekki gefið upp neinar aðrar mögulegar áætlanir um framtíð félagsins. „Borgin vill bara fá að vera með allt niður um sig í málefnum Breiðholtsins í friði. Þau geta þóst vera að starta hverju verkefninu á fætur öðru með engum árangri og jaðarsetja hópinn ennþá meira og þykjast svo ætla að bjarga honum með reglulegu millibili.“ Þá segist Brynjar hafi boðið Skúla Helgasyni formanni íþrótta- og menningarráðs í heimsókn í húsakynni Leiknis til að kynna sér starfsemi félagsins síðustu átta vikur en hann ekki þegið boðið, sem Brynjar segir fáránlegt. „Við erum styrktaraðilar borgarinnar á svo margan hátt. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í þetta og svo vinnan sem er einhverju epísku leveli. Stelpurnar í meistaraflokki eru allar að þjálfa. Þetta er klúbbur sem hefur aldrei átt sinn líka og við getum ekki einu sinni boðið þeim að koma í heimsókn.“ Aðspurður segist Brynjar sem fyrr ekki sjá neina aðra lausn, nema einhver grípi boltann, en að félagið verði lagt niður í lok vikunnar. „Breiðholtið á enga rödd. Þetta er raddlausasta póstnúmer á landinu. Og þeir ætla bara að berja niður rödd hverfisins sem er rétt að kvikna.“ Aþena Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fjallað hefur verið um afdrif körfuboltafélagsins Aþenu undanfarna daga, en rekstrarsamningur félagsins við borgina um notkun íþróttahúsnæðis rann út þann 31. maí. Í Facebook færslu þann dag sagði Brynjar ekkert benda til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur væri á þrotum. Að óbreyttu yrði félagið lagt niður í lok vikunnar. Fátt um svör hvers vegna Vongóður fundaði Brynjar ásamt öðrum fulltrúum Aþenu með Skúla Helgasyni, formanni íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar, og Steinþóri Einarssyni, sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, í dag. Á Facebook greinir hann frá því að á fundinum hafi meðal annars komið fram að borgin muni ekki endurnýja samning við Aþenu undir nafni félagsins. Þá hafi félaginu aðeins verið boðinn afmarkaður aðgangur að tímum í húsnæðinu en ekki lyklavöld eða full stjórn á húsinu í samvinnu við Leikni. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að vegna þessa sé staðan enn óbreytt, félagið verði lagt niður í lok vikunnar ef fram heldur sem horfir. Hann segist í áfalli eftir fundinn, hvar hann segist hafa fengið lítið um svör. „Það sem kom mest á óvart er að við fáum engin svör við því hvað það er sem þau eru ekki sátt við,“ segir Brynjar. „Það komu engin svör. Var ég leiðinlegur eða?“ „Það sjá þetta allir, árangurinn er ekki þokkalegur heldur frábær. Hann væri mjög góður ef þetta væri uppbygging í öllum öðrum hverfum. Þarna erum við að tala um árangur í mesta olnbogabarni ekki bara borgarinnar heldur Íslandi. Það sem er búið að hafa fyrir þessu er jarðað í þvílíkum hroka, pólitík og vanvirðingu.“ Sviðsstjóri ekki þegið heimboð Brynjar segir einnig koma sér á óvart að borgaryfirvöld hafi ekki gefið upp neinar aðrar mögulegar áætlanir um framtíð félagsins. „Borgin vill bara fá að vera með allt niður um sig í málefnum Breiðholtsins í friði. Þau geta þóst vera að starta hverju verkefninu á fætur öðru með engum árangri og jaðarsetja hópinn ennþá meira og þykjast svo ætla að bjarga honum með reglulegu millibili.“ Þá segist Brynjar hafi boðið Skúla Helgasyni formanni íþrótta- og menningarráðs í heimsókn í húsakynni Leiknis til að kynna sér starfsemi félagsins síðustu átta vikur en hann ekki þegið boðið, sem Brynjar segir fáránlegt. „Við erum styrktaraðilar borgarinnar á svo margan hátt. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í þetta og svo vinnan sem er einhverju epísku leveli. Stelpurnar í meistaraflokki eru allar að þjálfa. Þetta er klúbbur sem hefur aldrei átt sinn líka og við getum ekki einu sinni boðið þeim að koma í heimsókn.“ Aðspurður segist Brynjar sem fyrr ekki sjá neina aðra lausn, nema einhver grípi boltann, en að félagið verði lagt niður í lok vikunnar. „Breiðholtið á enga rödd. Þetta er raddlausasta póstnúmer á landinu. Og þeir ætla bara að berja niður rödd hverfisins sem er rétt að kvikna.“
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira