Askja Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022. Innlent 10.11.2024 10:14 Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. Innlent 22.8.2024 17:03 150 skjálftar mælst norðaustan við Öskju 150 jarðskjálftar hafa mælst norðaustan við Öskju síðustu tvo sólarhringa en þeir eru allir undir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 2,9 að stærð í nótt. Innlent 4.6.2024 13:10 Kvika undir Öskju heldur áfram að þrýsta sér upp Eldstöðin Askja sýnir merki um að hún sé að búa sig undir gos. Þar varð skjálftahrina í gær og Veðurstofan sendi í dag frá sér tilkynningu um að landris haldi þar áfram. Innlent 26.3.2024 22:22 Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Innlent 26.3.2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Innlent 3.10.2023 16:33 „Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Innlent 28.9.2023 13:00 Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga. Innlent 23.8.2023 16:26 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. Innlent 17.8.2023 10:55 Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. Innlent 16.8.2023 21:58 Hugsanlega á leiðinni inn í annað gos Vatnshiti í Víti við Öskjuvatn var í gær níu gráðum hærri en hann hefur mælst í sumar. Kvika hefur verið að safnast undir yfirborðinu og hugsanlegt er að gjósi þar bráðlega. Innlent 14.8.2023 22:01 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. Innlent 14.8.2023 17:15 „Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. Innlent 1.8.2023 11:55 Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. Innlent 16.6.2023 13:08 Öskjuvatn hefur lagt á ný eftir kuldatíð síðustu vikna Öskjuvatn hefur lagt aftur eftir kuldatíð síðustu vikna og sýnir það hversu síbreytilegt umhverfið við Öskju er. Áfram er fylgst náið með eldstöðinni. Innlent 17.3.2023 14:47 Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. Innlent 1.3.2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. Innlent 18.2.2023 12:12 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. Innlent 17.2.2023 14:00 Flugu yfir íslitla Öskju Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í. Innlent 16.2.2023 19:06 Enn bráðnar í Öskjuvatni og stærstur hlutinn hulinn kurluðum ís Íslausa svæðið í Öskjuvatni er nú orðið 539 hektarar að stærð og er meginhluti vatnsins hulinn kurluðum ís og eru aðeins örfáir ísflekar sjáanlegir. Innlent 16.2.2023 07:39 Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Innlent 15.2.2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Innlent 14.2.2023 11:54 Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. Innlent 13.2.2023 14:31 Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. Innlent 22.1.2023 12:02 Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Innlent 27.7.2022 12:00 Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Innlent 27.7.2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. Innlent 17.6.2022 08:02
Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022. Innlent 10.11.2024 10:14
Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. Innlent 22.8.2024 17:03
150 skjálftar mælst norðaustan við Öskju 150 jarðskjálftar hafa mælst norðaustan við Öskju síðustu tvo sólarhringa en þeir eru allir undir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 2,9 að stærð í nótt. Innlent 4.6.2024 13:10
Kvika undir Öskju heldur áfram að þrýsta sér upp Eldstöðin Askja sýnir merki um að hún sé að búa sig undir gos. Þar varð skjálftahrina í gær og Veðurstofan sendi í dag frá sér tilkynningu um að landris haldi þar áfram. Innlent 26.3.2024 22:22
Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Innlent 26.3.2024 14:53
Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Innlent 3.10.2023 16:33
„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Innlent 28.9.2023 13:00
Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga. Innlent 23.8.2023 16:26
Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. Innlent 17.8.2023 10:55
Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. Innlent 16.8.2023 21:58
Hugsanlega á leiðinni inn í annað gos Vatnshiti í Víti við Öskjuvatn var í gær níu gráðum hærri en hann hefur mælst í sumar. Kvika hefur verið að safnast undir yfirborðinu og hugsanlegt er að gjósi þar bráðlega. Innlent 14.8.2023 22:01
„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. Innlent 14.8.2023 17:15
„Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. Innlent 1.8.2023 11:55
Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. Innlent 16.6.2023 13:08
Öskjuvatn hefur lagt á ný eftir kuldatíð síðustu vikna Öskjuvatn hefur lagt aftur eftir kuldatíð síðustu vikna og sýnir það hversu síbreytilegt umhverfið við Öskju er. Áfram er fylgst náið með eldstöðinni. Innlent 17.3.2023 14:47
Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. Innlent 1.3.2023 18:05
Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. Innlent 18.2.2023 12:12
„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. Innlent 17.2.2023 14:00
Flugu yfir íslitla Öskju Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í. Innlent 16.2.2023 19:06
Enn bráðnar í Öskjuvatni og stærstur hlutinn hulinn kurluðum ís Íslausa svæðið í Öskjuvatni er nú orðið 539 hektarar að stærð og er meginhluti vatnsins hulinn kurluðum ís og eru aðeins örfáir ísflekar sjáanlegir. Innlent 16.2.2023 07:39
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Innlent 15.2.2023 17:39
Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Innlent 14.2.2023 11:54
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. Innlent 13.2.2023 14:31
Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. Innlent 22.1.2023 12:02
Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Innlent 27.7.2022 12:00
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Innlent 27.7.2022 07:43
Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. Innlent 17.6.2022 08:02
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent