Hægst hefur á landrisinu í Öskju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 16:33 Öskjuvatn er dýpsta vatn landsins. Vísir/RAX Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Á sama tímabili eru engar vísbendingar um aukna jarðskjálftavirkni eða óeðlilegar breytingar á jarðhitavirkni í Öskju. „Á þessari stundu er ekki ljóst hvað veldur þessari breytingu á þenslunni, en mögulega hefur innflæði kviku stöðvast eða að kvikan hefur fundið annan farveg sem dregur úr kvikuþrýstingi undir eldstöðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Reglulegar mælingar við Öskju hafa áður sýnt tímabil sem einkennast af landsigi og eitt tímabil sem einkenndist af landrisi án þess að til eldgoss komi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hver þróun mála verður í Öskju og Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með svæðinu sem enn er á óvissustigi Almannavarna. Unnið verður frekar úr þeim gögnum sem liggja fyrir m.a. með líkangerð til að útskýra hvað veldur þessum breytingum í eldstöðinni. Einnig var nýrri skjálftastöð var bætt við í síðustu viku vestan við Öskju til að bæta staðsetningu og dýpt jarðskjálfta.“ Niðurstöður mælinga frá því í sumar gáfu engar vísbendingar um aukna virkni Vísindamenn voru við mælingar í Öskju í ágúst og söfnuðu meðal annars gögnum um gasútstreymi til að meta hvort aukning hafi orðið á jarðhita á svæðinu. Þær mælingar, ásamt þeim gögnum sem lágu fyrir í lok ágúst, gáfu engar vísbendingar um aukna jarðhitavirkni í Öskju eða um að kvika væri að færast nær yfirborðinu. „Það er talsverð áskorun að vakta eldstöðina yfir vetrartímann, en farið verður í Öskju til að fylgjast með og bæta við tækjabúnaði, til dæmis myndavélum og jarðhitamælum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Verði engar breytingar á virkni í Öskju verða frekari upplýsingar um stöðuna birtar á vef Veðurstofunnar eftir mánuð. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Á sama tímabili eru engar vísbendingar um aukna jarðskjálftavirkni eða óeðlilegar breytingar á jarðhitavirkni í Öskju. „Á þessari stundu er ekki ljóst hvað veldur þessari breytingu á þenslunni, en mögulega hefur innflæði kviku stöðvast eða að kvikan hefur fundið annan farveg sem dregur úr kvikuþrýstingi undir eldstöðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Reglulegar mælingar við Öskju hafa áður sýnt tímabil sem einkennast af landsigi og eitt tímabil sem einkenndist af landrisi án þess að til eldgoss komi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hver þróun mála verður í Öskju og Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með svæðinu sem enn er á óvissustigi Almannavarna. Unnið verður frekar úr þeim gögnum sem liggja fyrir m.a. með líkangerð til að útskýra hvað veldur þessum breytingum í eldstöðinni. Einnig var nýrri skjálftastöð var bætt við í síðustu viku vestan við Öskju til að bæta staðsetningu og dýpt jarðskjálfta.“ Niðurstöður mælinga frá því í sumar gáfu engar vísbendingar um aukna virkni Vísindamenn voru við mælingar í Öskju í ágúst og söfnuðu meðal annars gögnum um gasútstreymi til að meta hvort aukning hafi orðið á jarðhita á svæðinu. Þær mælingar, ásamt þeim gögnum sem lágu fyrir í lok ágúst, gáfu engar vísbendingar um aukna jarðhitavirkni í Öskju eða um að kvika væri að færast nær yfirborðinu. „Það er talsverð áskorun að vakta eldstöðina yfir vetrartímann, en farið verður í Öskju til að fylgjast með og bæta við tækjabúnaði, til dæmis myndavélum og jarðhitamælum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Verði engar breytingar á virkni í Öskju verða frekari upplýsingar um stöðuna birtar á vef Veðurstofunnar eftir mánuð.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira