Enn bráðnar í Öskjuvatni og stærstur hlutinn hulinn kurluðum ís Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 07:39 Hægt hefur á bráðnuninni eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. ESA/HÍ Íslausa svæðið í Öskjuvatni er nú orðið 539 hektarar að stærð og er meginhluti vatnsins hulinn kurluðum ís og eru aðeins örfáir ísflekar sjáanlegir. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39
Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54