Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bein útsending: Leiðtogafundi lýkur með blaðamannafundi Leiðtogafundi Evrópuráðsins lýkur í dag með blaðamannafundi í Hörpu. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum. Innlent 17.5.2023 14:24 Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. Innlent 17.5.2023 13:32 Katrín sökuð um að flissa með fasistum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. Innlent 17.5.2023 13:32 „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Erlent 17.5.2023 13:16 Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia. Innlent 17.5.2023 11:30 Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Lífið 17.5.2023 10:57 Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Innlent 17.5.2023 09:57 „Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. Innlent 17.5.2023 09:43 Undirrituðu yfirlýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu. Innlent 17.5.2023 08:40 Vaktin: Katrín segir þátttökuna í tjónaskránni framar vonum Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á síðari degi leiðtogafundar Evrópuráðsins. Innlent 17.5.2023 07:33 Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Landhelgisgæsluna á fundartíma Landhelgisgæslan býðst aðstoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík stendur. Þyrla um borð í dönsku varðskipi er til taks í leit og björgun eða sjúkraflutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftirliti fyrir lögreglu í Reykjavík. Innlent 17.5.2023 06:01 Fyrsti dagur leiðtogafundar í Hörpu í myndum Fyrsti leiðtogafundur Evrópuráðsins síðan 2005, stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í Reykjavík, fór af stað í borginni í dag. Innlent 16.5.2023 23:35 Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Innlent 16.5.2023 22:51 Leiðtogafundur Evrópuráðsins Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Skoðun 16.5.2023 21:31 Sögulegir tímar í dag Helstu þjóðarleiðtogar Evrópu eru nú saman komnir í Hörpu til viðræðna og það má með sanni segja að sagan sé að skrifa sig hér á Íslandi, enda ekki oft sem fundir af þessari stærðargráðu eru haldnir hérlendis. Skoðun 16.5.2023 21:02 Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Innlent 16.5.2023 19:01 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Innlent 16.5.2023 17:14 Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. Innlent 16.5.2023 16:17 Bein útsending: Þjóðarleiðtogar mæta hver á fætur öðrum í Hörpu Leiðtogar og háttsettir gestir Reykjavíkurfundarins mæta til Hörpu á milli 16:15 og 17:30 í dag. Vísir verður með beint streymi frá komu þeirra. Innlent 16.5.2023 16:07 Stoltur gestgjafi Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Skoðun 16.5.2023 16:01 Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Erlent 16.5.2023 15:52 „Fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. Innlent 16.5.2023 14:45 Bein útsending: Blaðamannafundur Ursulu og Katrínar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu í dag ræða við blaðamenn, eftir fund þeirra tveggja. Innlent 16.5.2023 14:13 Þórdís Kolbrún tók á móti forsætisráðherra Úkraínu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt öðrum í sendinefnd Úkraínu með flugi til Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í dag. Innlent 16.5.2023 13:15 Kalla eftir aðgerðum í tengslum við leiðtogafundinn Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun kallar Amnesty eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm atriða sem samtökin hafa fjallað um að undanförnu. Evrópuráðið verði að nýta tækifærið sem fundurinn felur í sér og þrýsta á að aðildarríki efli mannréttindavernd í álfunni. Innlent 16.5.2023 12:42 Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Skoðun 16.5.2023 12:30 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. Erlent 16.5.2023 12:27 „Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Innlent 16.5.2023 11:40 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. Innlent 16.5.2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. Innlent 16.5.2023 11:15 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Bein útsending: Leiðtogafundi lýkur með blaðamannafundi Leiðtogafundi Evrópuráðsins lýkur í dag með blaðamannafundi í Hörpu. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum. Innlent 17.5.2023 14:24
Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. Innlent 17.5.2023 13:32
Katrín sökuð um að flissa með fasistum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. Innlent 17.5.2023 13:32
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Erlent 17.5.2023 13:16
Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia. Innlent 17.5.2023 11:30
Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Lífið 17.5.2023 10:57
Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Innlent 17.5.2023 09:57
„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. Innlent 17.5.2023 09:43
Undirrituðu yfirlýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu. Innlent 17.5.2023 08:40
Vaktin: Katrín segir þátttökuna í tjónaskránni framar vonum Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á síðari degi leiðtogafundar Evrópuráðsins. Innlent 17.5.2023 07:33
Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Landhelgisgæsluna á fundartíma Landhelgisgæslan býðst aðstoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík stendur. Þyrla um borð í dönsku varðskipi er til taks í leit og björgun eða sjúkraflutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftirliti fyrir lögreglu í Reykjavík. Innlent 17.5.2023 06:01
Fyrsti dagur leiðtogafundar í Hörpu í myndum Fyrsti leiðtogafundur Evrópuráðsins síðan 2005, stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í Reykjavík, fór af stað í borginni í dag. Innlent 16.5.2023 23:35
Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Innlent 16.5.2023 22:51
Leiðtogafundur Evrópuráðsins Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Skoðun 16.5.2023 21:31
Sögulegir tímar í dag Helstu þjóðarleiðtogar Evrópu eru nú saman komnir í Hörpu til viðræðna og það má með sanni segja að sagan sé að skrifa sig hér á Íslandi, enda ekki oft sem fundir af þessari stærðargráðu eru haldnir hérlendis. Skoðun 16.5.2023 21:02
Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Innlent 16.5.2023 19:01
„Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Innlent 16.5.2023 17:14
Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. Innlent 16.5.2023 16:17
Bein útsending: Þjóðarleiðtogar mæta hver á fætur öðrum í Hörpu Leiðtogar og háttsettir gestir Reykjavíkurfundarins mæta til Hörpu á milli 16:15 og 17:30 í dag. Vísir verður með beint streymi frá komu þeirra. Innlent 16.5.2023 16:07
Stoltur gestgjafi Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Skoðun 16.5.2023 16:01
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Erlent 16.5.2023 15:52
„Fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. Innlent 16.5.2023 14:45
Bein útsending: Blaðamannafundur Ursulu og Katrínar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu í dag ræða við blaðamenn, eftir fund þeirra tveggja. Innlent 16.5.2023 14:13
Þórdís Kolbrún tók á móti forsætisráðherra Úkraínu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt öðrum í sendinefnd Úkraínu með flugi til Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í dag. Innlent 16.5.2023 13:15
Kalla eftir aðgerðum í tengslum við leiðtogafundinn Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun kallar Amnesty eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm atriða sem samtökin hafa fjallað um að undanförnu. Evrópuráðið verði að nýta tækifærið sem fundurinn felur í sér og þrýsta á að aðildarríki efli mannréttindavernd í álfunni. Innlent 16.5.2023 12:42
Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Skoðun 16.5.2023 12:30
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. Erlent 16.5.2023 12:27
„Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Innlent 16.5.2023 11:40
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. Innlent 16.5.2023 11:17
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. Innlent 16.5.2023 11:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent