Sögulegir tímar í dag Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 16. maí 2023 21:02 Sögulegir tímar í dag Helstu þjóðarleiðtogar Evrópu eru nú saman komnir í Hörpu til viðræðna og það má með sanni segja að sagan sé að skrifa sig hér á Íslandi, enda ekki oft sem fundir af þessari stærðargráðu eru haldnir hérlendis. Það eru 17 ár síðan Evrópuráðið fundaði með þessum hætti en þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Umstangið er verulegt og eitthvað sem við höfum svo sannarlega ekki vanist hér áður. Af öllu er að merkja að skipulagið er gott og þeir sem hafa staðið að baki fundinum eiga hrós skilið. Mikilvæg skilaboð Evrópuráðið er ekki sprottið upp úr engu, það var sett á fót í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar með það að markmiði að stuðla að stöðugleika, auka samvinnu innan álfunnar og koma í veg fyrir annað stríð. Á fundi sem þessum leggja leiðtogar pólitískan ágreining til hliðar, byggja upp persónuleg tengsl og móta sameiginlega sýn fyrir frið í Evrópu. Evrópuráðið hefur mikilvæga hlutverki að gegna við að gæta að mannréttinum, lýðræði og að alþjóðareglur séu virtar. Það er ekki er hægt að ofmeta mikilvægi funda sem þessa. Þegar leiðtogar þjóða safnast saman á einum stað fá þeir einstakt tækifæri til þess að efla skilning, tengjast og byggja upp traust. Á sama tíma senda þeir öflug skilaboð til borgaranna og alþjóðasamfélagsins um mikilvægi þess að standa saman um grundvallar mannréttindi. Rússar þurfa að bera ábyrgð Helsta málefni fundarins er að ræða innrás Rússa í Úkraínu, hvernig bæta megi það tjón sem Rússar hafa valdið og hvernig draga megi þá til ábyrgða fyrir þau voðaverk sem framin hafa verið. Eitt af því sem stefnt er að er að koma á fót svokallaðri tjónaskrá þar sem þau sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum innrásarinnar fá það skráð og síðar bætt, en sömuleiðis verður leitað leiða til að draga þau til ábyrgðar sem framið hafa glæpi í Úkraínu. Ef viðræður ganga vel er gert ráð fyrir að undirrituð verði sameiginleg yfirlýsing sem líklega fær nafnið Reykjavíkuryfirlýsingin (e. Reykjavík Declaration). Ísland eyja friðar Við eigum að vera stolt yfir því að Ísland hafi verið valið til þess að hýsa þennan merka viðburð, alveg eins og Ísland var valið á sínum tíma til þess að hýsa leiðtogafund milli Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, en sá fundur er talin hafa gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki og markaði tímamót þar sem tekin voru skref í átt að friði og endalokum kalda stríðsins. Enn á ný er Ísland og Reykjavík sameiningartákn friðar, það er ekki að ástæðulausu sem Yoko Ono fann Friðarsúlunni heimili á Íslandi, Ísland á að vera, og er, hlutlaus staður þar sem helstu leiðtogar eiga að geta komið saman og lagt áhyggjur sínar á borð og leitað lausna. Það er heiður fyrir okkur að hýsa þessa mikilvægu samkomu, vonandi munu fulltrúar fundarins finna fyrir þeim góða anda sem hér ríkir og hann skili sér áfram í góðri vinnu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Sögulegir tímar í dag Helstu þjóðarleiðtogar Evrópu eru nú saman komnir í Hörpu til viðræðna og það má með sanni segja að sagan sé að skrifa sig hér á Íslandi, enda ekki oft sem fundir af þessari stærðargráðu eru haldnir hérlendis. Það eru 17 ár síðan Evrópuráðið fundaði með þessum hætti en þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Umstangið er verulegt og eitthvað sem við höfum svo sannarlega ekki vanist hér áður. Af öllu er að merkja að skipulagið er gott og þeir sem hafa staðið að baki fundinum eiga hrós skilið. Mikilvæg skilaboð Evrópuráðið er ekki sprottið upp úr engu, það var sett á fót í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar með það að markmiði að stuðla að stöðugleika, auka samvinnu innan álfunnar og koma í veg fyrir annað stríð. Á fundi sem þessum leggja leiðtogar pólitískan ágreining til hliðar, byggja upp persónuleg tengsl og móta sameiginlega sýn fyrir frið í Evrópu. Evrópuráðið hefur mikilvæga hlutverki að gegna við að gæta að mannréttinum, lýðræði og að alþjóðareglur séu virtar. Það er ekki er hægt að ofmeta mikilvægi funda sem þessa. Þegar leiðtogar þjóða safnast saman á einum stað fá þeir einstakt tækifæri til þess að efla skilning, tengjast og byggja upp traust. Á sama tíma senda þeir öflug skilaboð til borgaranna og alþjóðasamfélagsins um mikilvægi þess að standa saman um grundvallar mannréttindi. Rússar þurfa að bera ábyrgð Helsta málefni fundarins er að ræða innrás Rússa í Úkraínu, hvernig bæta megi það tjón sem Rússar hafa valdið og hvernig draga megi þá til ábyrgða fyrir þau voðaverk sem framin hafa verið. Eitt af því sem stefnt er að er að koma á fót svokallaðri tjónaskrá þar sem þau sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum innrásarinnar fá það skráð og síðar bætt, en sömuleiðis verður leitað leiða til að draga þau til ábyrgðar sem framið hafa glæpi í Úkraínu. Ef viðræður ganga vel er gert ráð fyrir að undirrituð verði sameiginleg yfirlýsing sem líklega fær nafnið Reykjavíkuryfirlýsingin (e. Reykjavík Declaration). Ísland eyja friðar Við eigum að vera stolt yfir því að Ísland hafi verið valið til þess að hýsa þennan merka viðburð, alveg eins og Ísland var valið á sínum tíma til þess að hýsa leiðtogafund milli Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, en sá fundur er talin hafa gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki og markaði tímamót þar sem tekin voru skref í átt að friði og endalokum kalda stríðsins. Enn á ný er Ísland og Reykjavík sameiningartákn friðar, það er ekki að ástæðulausu sem Yoko Ono fann Friðarsúlunni heimili á Íslandi, Ísland á að vera, og er, hlutlaus staður þar sem helstu leiðtogar eiga að geta komið saman og lagt áhyggjur sínar á borð og leitað lausna. Það er heiður fyrir okkur að hýsa þessa mikilvægu samkomu, vonandi munu fulltrúar fundarins finna fyrir þeim góða anda sem hér ríkir og hann skili sér áfram í góðri vinnu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun