ÍSÍ

Fréttamynd

Jón Arnar nýjasti með­limurinn í Heiðurshöll ÍSÍ

Jón Arnar Magnússon var í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í Hörpu.  Bjarni Malmquist var síðan valinn Íþróttaeldhugi ársins.

Sport
Fréttamynd

Fram­lagið skerðist ekki vegna Launasjóðs

Nýr launasjóður ÍSÍ var kynntur til sögunnar með pompi og prakt í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Afreksíþróttafólk landsins andar léttar og nýtur loks réttinda launafólks eftir margra ára baráttu fyrir bættum kjörum og fjárhagslegu öryggi. Hæstráðendur hjá ÍSÍ bíða þess að fjármagn í sjóðinn verði sett á fjármálaáætlun.

Sport
Fréttamynd

Breyttur veru­leiki ís­lensks íþróttafólks

ÍSÍ kynnti í gær til sögunnar nýjan launasjóð sambandsins fyrir afreksíþróttafólk sem tryggir þeim réttindi sem barist hefur verið fyrir árum saman. Létt var yfir fremsta íþróttafólki landsins í Laugardal.

Sport
Fréttamynd

ÍSÍ kynnti nýjan launa­sjóð

Stórt skref var stigið hjá ÍSÍ í dag er launasjóður íþróttafólks var kynntur. Í fyrsta sinn mun afreksfólk fá laun fyrir að starfa sem íþróttamaður.

Sport
Fréttamynd

ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara.

Innlent
Fréttamynd

Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ

Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis.

Körfubolti
Fréttamynd

Marserum fyrir jafn­rétti í í­þróttum

Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. 

Skoðun
Fréttamynd

Eir Chang fær nor­rænan styrk fyrir efni­legt í­þrótta­fólk

Íslenski spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært ár þar sen hún hefur slegið Íslandsmet og unnið Norðurlandameistaratitil. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að veita henni norrænan styrk fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk.

Sport
Fréttamynd

Lýðheilsan að veði?

Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­leifur keilari hvergi nærri af baki dottinn

Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari hefur ekki haft erindi sem erfiði en lögmaður hans sendi erindi til Keilusambandsins (KLÍ) þar sem kvartað var að fram hjá honum hafi verið gengið í vali á landsliði öldunga.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengi og íþróttaviðburðir geti átt sam­leið sé farið að lögum

Nýr formaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands segir áfengi og íþróttaviðburði geta átt samleið að því gefnu að farið sé að landslögum og tryggt sé að börn og unglingar hafi ekki aðgengi að því. ÍSÍ vilji taka forystu í því að móta sterkari umgjörð um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum.

Innlent
Fréttamynd

Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþrótta­viðburðum

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 

Innlent
Fréttamynd

140 sinnum lík­legra að verða fyrir eldingu

ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­breytt á­stand kemur ekki til greina

Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Keilu­sam­bandið sakað um djúp­stæða spillingu

Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal.

Innlent
Fréttamynd

Óheillaskref að á­fengi sé selt á vellinum

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið.

Innlent