„Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 14:57 Willum Þór Þórsson ætlar að taka til óspilltra málanna sem nýr forseti ÍSÍ. vísir/Anton „Það eru alls konar tilfinningar en fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. En ég er vissulega mjög meðvitaður um ríka ábyrgð sem að hvílir á þessu embætti,“ segir Willum Þór Þórsson eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ með miklum yfirburðum. „Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan. ÍSÍ Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
„Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira