„Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 14:57 Willum Þór Þórsson ætlar að taka til óspilltra málanna sem nýr forseti ÍSÍ. vísir/Anton „Það eru alls konar tilfinningar en fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. En ég er vissulega mjög meðvitaður um ríka ábyrgð sem að hvílir á þessu embætti,“ segir Willum Þór Þórsson eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ með miklum yfirburðum. „Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan. ÍSÍ Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
„Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira