Skattamál Sigur Rósar

„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“
„Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku.

„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“
Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar.

Jónsi í Sigur Rós lagði ríkisskattstjóra
Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans.

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld
„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.

Fallið frá áfrýjun sýknudóms þriggja af fjórum málum Sigur Rósar
Fallið hefur verið frá áfrýjun á sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þriggja af fjórum skattsvikamálum sem tengdust hljómsveitinni Sigur Rós. Ekki er ljóst hvað verður í máli Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar.

Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna.

„Mjög sterk og ákveðin sýkna“
Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot.

Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik.

Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland
Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland.

„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit.

Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm
Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Jónsi setur kyrrsettu eignirnar á Spítalastíg á sölu
Heildarfasteignamat lóða og mannvirkja er 300.300.000 króna.

Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi
Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs
Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag
Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður.

Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar
Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir.

Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli
Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna.

Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna
Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna.

Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum.

Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason.

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar
Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir.

Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra
Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra.

Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar
Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld.