Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:42 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við fyrirtökuna fór verjandi þeirra, Bjarnfreður Ólafsson, fram á því að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Frá þessu er greint á vef RÚV og haft eftir Bjarnfreði að ef að liðsmenn Sigur Rósar yrðu sakfelldir í málinu þá yrði því líklega skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Að því er fram kemur í frétt RÚV benti Bjarnfreður á það fyrir dómi í dag að meðlimum Sigur Rósar hefði þegar verið gert að greiða álag en MDE komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljónir króna sektar fyrir brot á skattalögum. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir höfðu hins vegar áður verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot og komst MDE að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði þannig brotið gegn 4. grein Mannréttindasáttmálans þar sem fjallað er um rétt einstaklingsins til þess að vera ekki saksóttur eða refsað tvisvar fyrir sama brotið. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Þá sagði Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra meðlima sveitarinnar. Uppfært klukkan 13:07: Rætt var við Bjarnfreð, verjanda Sigur Rósar, í hádegisfréttum Bylgjunnar og má heyra fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. 3. apríl 2019 12:19 Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við fyrirtökuna fór verjandi þeirra, Bjarnfreður Ólafsson, fram á því að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Frá þessu er greint á vef RÚV og haft eftir Bjarnfreði að ef að liðsmenn Sigur Rósar yrðu sakfelldir í málinu þá yrði því líklega skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Að því er fram kemur í frétt RÚV benti Bjarnfreður á það fyrir dómi í dag að meðlimum Sigur Rósar hefði þegar verið gert að greiða álag en MDE komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljónir króna sektar fyrir brot á skattalögum. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir höfðu hins vegar áður verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot og komst MDE að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði þannig brotið gegn 4. grein Mannréttindasáttmálans þar sem fjallað er um rétt einstaklingsins til þess að vera ekki saksóttur eða refsað tvisvar fyrir sama brotið. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Þá sagði Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra meðlima sveitarinnar. Uppfært klukkan 13:07: Rætt var við Bjarnfreð, verjanda Sigur Rósar, í hádegisfréttum Bylgjunnar og má heyra fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. 3. apríl 2019 12:19 Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. 3. apríl 2019 12:19
Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19
Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30