Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:19 Frá héraðsdómi í morgun. VÍSIR/VILHELM Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima. Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima.
Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira