Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 17:30 Sigur Rósar-menn sögðu í yfirlýsingu fyrr í dag að ákæran hryggi þá en þeir vona að málið skýrist fyrir dómi. vísir/getty Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55