Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 14:26 Um ár er síðan greint var frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Vísir/GETTY Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Sjá meira
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54