Háskólar

Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar!

Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út.

Skoðun
Fréttamynd

Að læra að lesa og að verða læs

Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir jarð­vísinda­manna mættir í Mý­vatns­sveit að rann­saka Kröflu

Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku.

Innlent
Fréttamynd

„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og far­sældar“

„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í dag.

Innlent
Fréttamynd

Met­fjöldi braut­skráðra frá Há­skóla ís­lands

Háskóli Íslands brautskráir 2.594 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag, aldrei hafa fleiri verið brautskráðið. Í fyrsta skipti í tvö ár munu vinir og vandamenn brautskráðra mega mæta á athöfnina en hún verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Ný­sköpun og mennta­rann­sóknir

Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði.

Skoðun
Fréttamynd

Menntun á óvissutímum

Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum.

Skoðun
Fréttamynd

Sprengja í doktorsnámi við HÍ undanfarin ár

Qiong Wang, nemandi við Læknadeild Háskóla Íslands, varð á dögunum þúsundasti doktorsneminn til þess að verja ritgerð sína við skólann frá stofnun hans árið 1911. Aðeins sjö ár eru síðan fimm hundraðasti doktorsneminn lauk námi við skólann.

Innlent
Fréttamynd

Starfar þú með börnum? Ný náms­leið á sviði far­sældar barna

Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Stapa breytt í stúdenta­garð

Háskóli Íslands (HÍ) hyggst selja Félagsstofnun stúdenta (FS) bygginguna Stapa við Hringbraut eftir að núverandi starfsemi HÍ þar flyst í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalasvæðinu. Til stendur að breyta Stapa í stúdentagarð sem fellur að Gamla Garði og nýrri viðbyggingu hans.

Innlent
Fréttamynd

Styrmir frá HR til N1

Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Há­skóla­sam­fé­lagið í Vatns­mýrinni

Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu.

Skoðun
Fréttamynd

Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur

Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum.

Lífið
Fréttamynd

Skyggnast inn í heim hugvíkkandi efna

Rannsakendur við sálfræðideild Háskóla Íslands feta ótroðnar slóðir og kortleggja nú notkun landsmanna á hugvíkkandi efnum. Þúsundir erlendra rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar úti í heimi um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni en rannsakendurnir segja þetta umfjöllunarefni enn vera á jaðrinum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fagna á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar eftir mikið vatns­tjón: „Þetta lýsir því bara hvað að­stæður eru ó­við­unandi“

Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. 

Innlent
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent