Komdu í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:01 Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun