Framhaldsskólar

Fréttamynd

Sím­talið við Ingu skráð í skjala­kerfi skólans

Skólameistari Borgarholtsskóla segist ekki vera í nokkrum vafa um það að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra hafi ekki verið framlengdur. Þar hafi munað mestu um símtal frá ráðherra í janúar um týnt skópar barnabarns hennar.

Innlent
Fréttamynd

Koma Ár­sæli til varnar og telja ráð­herra refsa honum fyrir skoðanir sínar

Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki fram­lengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“

Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Á­fanginn „Allt fyrir ástina“ verð­launaður á Sel­fossi

Mikil ánægja er á meðal nemenda og starfsmanna Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því áfanginn „Allt fyrir ástina“ var að fá heiðursverðlaun Félags sérkennara á Íslandi en áfanginn er kenndur á sérnámsbraut skólans. Í áfanganum fá nemendur að vita allt það helsta, sem við kemur ástinni.

Innlent
Fréttamynd

Breytingarnar von­brigði sem bitni á fram­halds­skóla­nemum

Vegagerðin hefur kynnt breytt leiðakerfi á landsbyggðinni sem meðal annars felast í fækkun stoppistöðva. Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum þar sem ekki er gert ráð fyrir að strætisvagn stoppi á Ásbrú. Íbúar hafa efnt til undirskriftarlista en þau telja að breytingin bitni á framhaldsskólanemum og geti jafnvel leitt til brottfalls.

Innlent
Fréttamynd

Bætt stjórn­sýsla fyrir fram­halds­skólana

Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Helga Margrét tekur við af Króla

Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hvernig eigum við að mæta gervi­greind í skólanum?

Á dögunum tjáði Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, sig um stöðu gervigreindar í skólum. Að hans sögn stendur til að skoða hvernig menntamálayfirvöld bregðist við ákalli um skýrar leiðbeiningar og viðmið um gervigreind. 

Skoðun
Fréttamynd

Missir úr skóla og tekur ekki þátt í fé­lags­lífi eftir að vökva­gjöf var hætt

Eva Birgisdóttir var fyrir ári síðan greind með POTS-heilkennið. Hún byrjaði í framhaldsskóla í haust en nær aðeins að mæta tvo eða þrjá daga í viku eftir að hún hætti að komast í reglulega vökvagjöf. Birgir, faðir Evu, hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um kostnaðarþátttöku, sérstaklega á meðan vinnuhópur er enn við störf og engar aðrar lausnir eða meðferðir eru í boði.

Innlent
Fréttamynd

Að henda bókum í börn

Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann.

Skoðun
Fréttamynd

Lax­ness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ!

Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

„Sorg­legt“ ef börnin lesa ekki Lax­ness og Ís­lendingasögur

Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er í gangi?

Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr af­staða lands­manna um hvort ein­kunnir eigi að vera í tölum eða bók­stöfum

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Opnunar­mál­stofa Mennta­kviku - Kennara­menntun í deiglunni

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir opnunarviðburði Menntakviku í Sögu á milli klukkan 14:30 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Þar verður staða og framtíð kennaramenntunar á Íslandi til umræðu og áhersla lögð á grunnskólastigið sem enn sé eina skyldubundna námið á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mál fram­halds­skóla

Árið 2019 var blásið til sóknar í menntamálum með loforðum um aukin fjárframlög á hvern framhaldsskólanema, uppbyggingu iðn- og verknáms og aukna áherslu á íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál svo fáein atriði séu talin (Morgunblaðið, 9.9. 2019).

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breyti­leiki er styrk­leiki

Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­endur sem mega ekki stjórna

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar full­yrðingum þing­manns um inn­rætingu

Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum.

Innlent