Ítalski boltinn

Fréttamynd

Sassuolo tók stig af ítölsku meisturunum

Sassuolo gerði sér lítið fyrir og tók stig gegn Ítalíumeisturum AC Milan er liðin mættust á Stadio Mapei í Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-0 í heldur bragðdaufum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry orðinn hlut­hafi í liðinu hans Fàbregas

Þó það séu nokkrir Íslendingar sem leiki í Serie B á Ítalíu þá verður að segjast að forvitnilegasta félag deildarinnar um þessar mundir sé Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk nýverið í raðir félagsins. Nú hefur Thierry Henry, fyrrum samherji Fàbregas hjá Arsenal, keypt hlut í félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Með varnar­leik skal landið byggja

Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 

Fótbolti
Fréttamynd

Alexandra komin til Fiorentina

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina staðfesti í dag komu landsliðskonunnar Alexöndru Jóhannsdóttur sem mun spila með liðinu í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Smalling tryggði Róm­verjum sigur

Roma heldur áfram góðri byrjun sinni á Ítalíu en liðið vann sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar Roma vann 1-0 sigur á Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta tók stig af Ítalíumeisturunum

Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael kom inn á er Spezia steinlá gegn Inter

Mikael Egill Ellertsson lék seinustut mínútur leiksins er lið hans, Spezia, heimsótti Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og höfðu að lokum betur, 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli fær vænan liðsstyrk

Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvær ís­lenskar frum­raunir í opnunar­um­ferð þar sem Mara­dona Kákasus­fjallanna stal senunni

Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho splæsti í pizzupartý

José Mourinho pantaði 60 pizzur fyrir leikmenn sína og starfslið eftir 1-0 sigur Roma á Salernitana í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Mikils er vænst af Roma á komandi leiktíð.

Fótbolti