Verðlag

Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti.

Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum
Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu.

Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum
„Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“

300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar
N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga.

Seðlabankinn í þröngri stöðu, gæti þurft að hækka vexti ofan í kreppuverðbólgu
„Allir tapa á þessu ömurlega stríði Pútíns,“ segir Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance, en efnahagshorfur beggja vegna Atlantshafsins eru orðnar mun dekkri en áður eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust fyrir tólf dögum síðan.

Ál- og gasverð í hæstu hæðum
Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.

Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði
Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.

Verðbólgan hækkar í 6,2 prósent, talsvert umfram spár greinenda
Verðlag hélt áfram að hækka í þessum mánuði og tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,2 prósent borið saman við 5,7 prósent í janúar. Verðbólgan fór síðast yfir 6 prósent í apríl árið 2012.

Verðbólga eykst í 6,2 prósent
Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%.

Allir studdu 75 punkta vaxtahækkun, óttast „hringrás verðlags- og launahækkana“
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur af „mögulegum annarrar umferðar áhrifum af verðhækkun innfluttrar vöru og launahækkunum“ á fundi sínum í byrjun þessarar mánaðar. Afleiðingarnar gætu birst í meiri og almennari verðhækkunum á vöru og þjónustu til þess að bregðast við auknum innfluttum verðbólguþrýstingi og hærri launakostnaði sem gæti „framkallað hringrás verðlags- og launahækkana.“

Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna
Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn.

Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara.

Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs
Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna.

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti
Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið
Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja.

Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð
Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis.

Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið
Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast.

Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána
Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði.

Seðlabankinn hlýtur „aðeins að naga sig í handabökin að hafa lækkað vexti svona mikið“
Seðlabankinn hlýtur að naga sig í handabökin yfir því að hafa lækkað vexti mjög skart í upphafi faraldursins vorið 2020. Þó má segja að lækkunin hafi verið eðlileg þar sem flestir gerðu ráð fyrir því að efnahagslegar afleiðingar faraldursins yrðu mun verri og vara lengur heldur raunin var.

Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.

Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum
Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma.

Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir.

Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“
„Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja.

Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna
Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag.

Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum
Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum.

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta stýrivaxtahækkun
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,75 prósentustig, úr 2,0 prósent í 2,75 prósent.

Samkaup vara birgja við því að stökkva á vagn verðhækkana
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að matvörukeðjur fyrirtækisins hafi á síðustu vikum fengið vel á annað hundrað boð um verðhækkanir sem nema að jafnaði um fimm prósentum. Þessar hækkanir eru ekki enn komnar fram í smásöluverði og fyrirtækið hefur hvatt birgja til að stökkva ekki á „verðhækkanavagninn“ nema af góðri ástæðu.

Viðskiptavinir N1 Rafmagns fá leiðréttingu á næsta rafmagnsreikningi
Viðskiptavinir N1 Rafmagns, sem skipt hafa um orkusala, þurfa að koma grieðsluupplýsingum til félagsins svo þeir fái endurgreiðslu vegna mismuns á auglýstum taxta og þrautavarataxta.

N1 Rafmagn endurgreiðir viðskiptavinum fyrir mismun á taxta frá upphafi
N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða viðskiptavinum, sem komu til félagsins í gegn um þrautavaraleið stjórnvalda, þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi.

Markaðurinn býr sig undir 75 punkta vaxtahækkun
Afgerandi meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Verðbólgan er komin vel yfir spár, langt er í næstu ákvörðun og trúverðugleiki Seðlabankans er sagður í húfi.