Samkeppniseftirlitið með verðhækkanir til skoðunar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 14:00 Þeir vöruflokkar þar sem ekki má finna samkeppni milli innlendrar og erlendrar framleiðslu eða þjónustu virðast veikastir fyrir verðhækkunum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort greina megi samkeppnislagabrot í þeim verðhækkunum sem eiga sér stað um þessar mundir. Hagfræðingur bendir á að þeir vöruflokkar sem búi ekki við erlenda samkeppni hafi hækkað langmest. Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira