Spænski boltinn

Fréttamynd

Sevilla heldur pressu á toppliðin

Sevilla hélt sínu striki í spænska boltanum í gærkvöld þegar liðið lagði Zaragoza 3-1 og er því aðeins tveimur stigum frá Real Madrid og Barcelona á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Luis Fabiano, Alexander Kerzhakov og Fredi Kanoute skoruðu mörk Sevilla í leiknum. Atletico Madrid vann Nastic 2-0 með mörkum Fernando Torres og skaust í sjötta sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór: Eiður ekki á leið til Englands

Breska blaðið The Sun hefur eftir Arnóri Guðjohnsen í dag að sonur hans og skjólstæðingur Eiður Smári sé ekki á leið til Englands þó hann hafi verið orðaður við fjölda liða þar í landi undanfarnar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o er til í að spila fyrir Liverpool

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist vel geta hugsað sér að spila með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool, því stuðningsmenn liðsins séu engum líkir. Eto´o hefur verið orðaður nokkuð við Liverpool á síðustu mánuðum og sumir segja hann vera óskaframherja Rafa Benitez knattspyrnustjóra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Beckham langaði til AC Milan

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur upplýst að hann hafi langað mikið að samþykkja að ganga í raðir AC Milan þegar honum stóð það til boða fyrir nokkrum mánuðum. Hann segist þó hafa ákveðið að setja fjölsklduna í fyrsta sæti og fara til Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona lagði Getafe

Barcelona vann tilþrifalítinn sigur á Getafe í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Ronaldinho skoraði sigurmark liðsins strax í upphafi leiks, en lét svo reka sig af velli fyrir að sparka í mótherja sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu hjá Barcelona í leiknum, en liðið hefur jafnmörg stig og Real Madrid á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham fór á kostum í sigri Real Madrid

David Beckham hélt upp á landsliðssæti sitt með frábærum hætti í kvöld þegar hann var maðurinn á bak við 3-1 sigur Real Madrid á Deportivo í spænsku deildinni. Beckham átti þátt í tveimur marka heimamanna og átti stangarskot úr aukaspyrnu í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjötti sigur Villarreal í röð

Spænska liðið Villarreal setti í dag félagsmet með sjötta sigrinum í röð þegar liðið lagði Valencia 3-2 á útivelli. Möguleikar Valencia á meistaratitlinum eru því nánast úr sögunni. Varamaðurinn Jon Dahl Tomasson stal senunni í lokin og tryggði Villarreal sigur með því að skora eitt mark og leggja upp annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Risaleikir í spænska í dag

Þrír stórleikir fara fram í spænsku deildinni í knattspyrnu í dag og í kvöld og verða þeir allir sýndir beint á Sýn. Nú fer að draga til tíðinda á Spáni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir og spennan á toppnum er gríðarleg.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka vill koma til Real Madrid

Robinho vonast eftir því að Kaka gangi til liðs við félag sitt, Real Madrid, í sumar. Eftir að AC Milan varð Evrópumeistari í vikunni ganga sögurnar fjöllunum hærra um að Kaka vilji færa sig um set frá Ítalíu en Real hefur lengi haft augastað á þessum magnaða leikmanni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona hrökk í gang

Leikmenn Barcelona sýndu mátt sinn gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gjörsigraði andstæðinga sína með sex mörkum gegn engu á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins. Hin tvö liðin í toppbaráttunni, Sevilla og Real Madrid, unnu einnig góða útisigra.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi tekur undir ummæli Eiðs Smára

Xavi, spænski landsliðsmaðurinn hjá Barcelona, hefur tekið undir Eiðs Smára Guðjohnsen frá því fyrr í vetur og kennir hann slöku andrúmslofti í herbúðum liðsins um fremur válegt gengi liðsins á þessari leiktíð. Xavi segir, rétt eins og Eiður Smári, að leikmenn leggi sig ekki nægilega mikið fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Pressan slátraði Börsungum

Spænska pressan gekk af göflunum í gær eftir neyðarlegt 4-0 tap Barcelona fyrir Getafe í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Börsungar voru með 5-2 forystu eftir fyrri viðureign liðanna en eru nú úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe burstaði Barcelona

Smálið Getafe gerði sér lítið fyrir og burstaði Barcelona 4-0 í síðari leik liðanna í spænska konungsbikarnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem liðið mætir Sevilla. Börsungar unnu fyrri leikinn 5-2 og því reiknuðu fáir með hetjulegri endurkomu Getafe í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í leiknum eftir að hafa komið inn sem varamaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham hrósar Alex Ferguson

David Beckham hrósaði fyrrum knattspyrnustjóra sínum Alex Ferguson í hástert í gær þegar hann stýrði Manchester United enn á ný til Englandsmeistaratignar. "Ég verð aldrei hissa á því þegar Alex Ferguson nær árangri því hann nær alltaf að snúa á þá sem efast um hæfileika hans," sagði Beckham eftir góðan sigur hans manna í Real Madrid í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola boðinn samningur hjá Barcelona

Framherjinn Jaiver Saviola hefur staðfest að Barcelona hafi boðið honum nýjan samning. Núgildandi samningur Argentínumannsins rennur út í sumar og hann lýsti yfir óánægju sinni fyrir skömmu yfir því að vera ekki boðinn nýr samningur. Í samtali við Mundo Deportivo í dag sagðist Saviola nú ætla að bera tilboðið saman við önnur sem honum hafi borist frá öðrum félögum, en hann hefur verið orðaður við Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður kom við sögu í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu fimm mínúturnar með Barcelona í kvöld þegar liðið styrkti stöðu sína á toppi spænsku deildarinnar með 2-0 sigri á Real Sociedad. Andres Iniesta og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona eftir frábæran undirbúining Ronaldinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænskir fjölmiðlar fara hamförum

Spænska blaðið Sport í Barcelona sparar ekki yfirlýsingarnar í dag þar sem fullyrt er að knattspyrnufélagið Barcelona ætli sér að kaupa hvorki meira né minna en fjóra leikmenn frá Chelsea í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola útilokar að fara til Real Madrid

Framerjinn Javier Saviola hjá Barcelona segist aldrei muni gera stuðningsmönnum Barcelona þann grikk að ganga til liðs við erkifjendur liðsins Real Madrid. Hann segist súr yfir því að þurfa að yfirgefa herbúðir Spánarmeistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi hefur ekki áhuga á Inter

Argentínumaðurinn ungi Lionel Messi hjá Barcelona segist ekki hafa áhuga á að ganga í raðir Inter Milan á Ítalíu þó eigandi félagsins hafi lýst yfir aðdáun sinni á honum undanfarið. "Ég veit að Massimo Moratti hefur miklar mætur á mér og ég er sáttur við það, en ég vil ekki fara frá Barcelona. Ég hef engan áhuga á að spila á Ítalíu - ekki núna að minnsta kosti," sagði Messi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sannfærandi sigur hjá Real Madrid

Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku deildarinnar í kvöld með öruggum 4-1 sigri á Atletic Bilbao á útivelli. David Beckham lagði upp fyrsta markið fyrir Sergio Ramos, Ruud Van Nistelrooy skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn og Guti bætti við fjórða markinu á lokamínútunni eftir að heimamenn höfðu minnkað muninn. Real á enn möguleika á spænska meistaratitlinum og hefur leikið ágætis knattspyrnu í undanförnum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona á toppinn

Barcelona skaust í toppsætið í spænsku deildinni í dag með 1-0 sigri á Levante á heimavelli sínum. Það var framherjinn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark liðsins í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Nú um klukkan 19 hefst svo bein útsending frá leik Bilbao og Real Madrid sem er lokaleikurinn í umferðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Levante í beinni

Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Joaquin bjargaði Valencia

Miðjumaðurinn knái Joaquin hjá Valencia var hetja sinna manna í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Recreativo og hélt sér í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Joaquin skoraði bæði mörk liðsins á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Zaragoza getur þó slegið Valencia úr Evrópusætinu á morgun með sigri á Osasuna. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig, Sevilla hefur 58, Real 57 og Valencia 56.

Fótbolti
Fréttamynd

David Beckham er orðinn eins og Scooter

David Beckham er ekki vanur að láta sitt eftir liggja í heimi tískunnar og hann hefur nú komið tískumógúlum um allan heim í opna skjöldu með því að láta aflita á sér hárið. Þýska blaðið Bild hitti naglann á höfuðið í dag þegar það sagði Beckham vera orðinn eins og danstónlistarfrömuðurinn HP Baxter í útliti - en hann er betur þekktur sem íslandsvinurinn Scooter.

Fótbolti
Fréttamynd

Espanyol með annan fótinn í úrslitum

Spænska liðið Espanyol er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða eftir 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Moises Hurtado kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og Walter Pandiani og varamaðurinn Ferran Corominas tryggðu sigurinn í þeim síðari. Markvörðurinn Tim Wiese var rekinn af velli hjá Bremen eftir klukkutíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mijatovic: Það voru mistök að leyfa Beckham að fara

Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska liðinu Real Madrid, viðurkenndi í samtali við breska blaðið The Sun í dag að það hefðu verið mistök að leyfa David Beckham að fara frá félaginu. Hann segir klaufaskap í samningaviðræðunum vera ástæðu brottfarar leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid ætlar að kaupa Saviola

Spænska blaðið Marca hefur í dag eftir umboðsmanni Argentínumannsins Javier Saviola hjá Barcelona að leikmaðurinn hafi gert munnlegt samkomulag um að ganga í raðir erkifjendanna í Real Madrid. Samningur Saviola rennur út í sumar en þessi 25 ára gamli framherji hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham: Ég myndi aldrei gagnrýna Capello

David Beckham segist bera mikla virðngu fyrir þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid og segir aldrei hafa komið til greina að gagnrýna hann þó hann hafi tekið sig út úr liðinu á sínum tíma. Capello neitaði að láta Beckham spila fyrst eftir að hann samdi við LA Galaxy í Bandaríkjunum, en hann vann sér aftur sæti í liðinu með dugnaði sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real í viðræðum við Diego?

Svo virðist sem forráðamenn Real Madrid ætli að eiga það á hættu að vekja reiði enn eins félagsins í Evrópu vegna afskipta af samningsbundnum leikmanni. Spænska blaðið Marca greindi frá því í dag að Real hafi verið í sambandi við brasilíska miðjumanninn Diego hjá Werder Bremen.

Fótbolti