Fernando Roig, forseti spænska úrvalsdeildarfélagsins Villarreal, hefur staðfest að félagi hafnaði tilboði Barcelona í varnarmanninn Martin Caceres.
Hann útilokar þó ekki að félögin eigi eftir að eiga frekari viðræður. Samkvæmt samningi Caceres þarf að reiða fram 20 milljónir evra til að leysa hann undan samningnum.
„Við erum núna í þeirri stöðu að þurfa að semja við Barcelona," sagði Roig. „Ef lokatilboð Börsunga verður góður kostur fyrir Villarreal að okkar mati munum við taka tilboðinu. Ef ekki þá á leikmaðurinn fjögur ár eftir af samningi sínum og verður áfram leikmaður Villarreal."