Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram er á leið til Paris St Germain frá Barcelona. Hann hefur komist að samkomulagi um eins árs samning við franska liðið.
Thuram á 142 leiki að baki fyrir franska landsliðið en hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að Frakklandi mistókst að komast upp úr riðlakeppni Evrópumótsins.