Varnarmaðurinn Gianluca Zambrotta er á förum frá Barcelona en viðræður um nýjan samning sigldu í strand. Líklegast er talið að Zambrotta muni semja við AC Milan um næstu mánaðarmót.
Zambrotta er 31. árs ítalskur bakvörður en hann varð heimsmeistari með Ítalíu fyrir tveimur árum. Eftir HM samdi hann síðan við Börsunga. Hann lék alls 58 deildarleiki fyrir félagið.
Miklar breytingar verða á liði Barcelona í sumar undir stjórn nýs þjálfara, Josep Guardiola.