
Box

Mætir Ólympíumeistaranum á morgun: „Á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga“
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn á morgun þegar hún berst við bresku hnefaleikakonuna Lauren Price í OVO Arena Wembley. Lauren Price vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó, en þetta verður hennar fyrsti atvinnumannabardagi.

Elmar Gauti vann Norðurlandameistarann í bardaga kvöldsins á Icebox
Elmar Gauti Halldórsson hefndi fyrir tap í úrslitabardaga Norðurlandamótsins í hnefaleikum þegar hann vann í aðalbardaga Icebox sem fór fram um helgina og heppnaðist vel.

Icebox verður haldið í annað sinn í dag: „Fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta“
„Ég ákvað bara að stökkva út í djúpu laugina og fara alla leið,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og einn af skipuleggjendum boxmótsins Icebox sem haldið verður í dag.

Leggur hanskana á hilluna eftir bardaga kvöldsins: Er á betri stað en síðast
Hnefaleikakappinn Tyson Fury segist ekki geta beðið eftir því að leggja hanskana á hilluna. Hann hefur fengið mikla umfjöllun fyrir sigra sína innan hringsins og baráttu við þunglyndi utan hans.

„Gjammaði í eyrað“ á Tyson sem fékk nóg og lét hnefana tala
Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust.

Dómarinn borinn út úr salnum á börum eftir slysahögg
Hnefaleikabardagi í Mexíkó endaði ekki alveg eins og menn bjuggust við fyrir fram.

Hafþór Júlíus eftir sigurinn gegn Eddie Hall: „Tæknin vann í kvöld“
Hafþór Júlíus Björnsson vann Eddie Hall í því sem hefur verið kallað þyngsti boxbardagi sögunnar. Bardagi þeirra félaga endaði á dómaraborðinu en þar dæmdu allir Hafþóri í vil. Hann hrósaði Hall eftir bardagann og sagði jafnframt að sér liði eins og tæknin hefði unnið.

Fury hættir eftir næsta bardaga: „Á 150 milljónir inni á banka, er ungur og hraustur“
Tyson Fury, heimsmeistari í þungavigt, ætlar að leggja boxhanskana á hilluna eftir bardagann gegn Dillian Whyte í apríl.

Klitschko boxbræður sagðir vera á aftökulista Pútíns
Valdimír Pútín sendir ekki aðeins hersveitir inn í Úkraínu því hann virðist líka vera búinn að gera út aftökusveit sem á að einbeita sér að losa hann við þá Úkraínumenn sem hann er sérstaklega ósáttur.

Klitschko boxbræðurnir báðir í stríðið gegn Rússum: „Ég verð að berjast“
Tvær af stærstu íþróttastjörnum Úkraínumanna í sögunni eru meðal þeirra sem hafa haldið kyrru fyrir í landinu til að berjast gegn innrás rússneska hersins.

Hnefaleikar og ólympískar lyftingar gætu dottið út af Ólympíuleikunum
Hnefaleikar, ólympískar lyftingar og nútímafimmtarþraut eru ekki á listanum yfir keppnisgreinar á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Það gæti þó breyst.

Valgerður birti „vandræðalega mynd“ af sér um áhrif þumalputtabrotsins
Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir er enn að vinna sig til baka eftir að hafa þumalputtabrotnað í síðasta bardaga sínum.

Algjörlega afmynduð í andlitinu eftir að hafa fengið 236 högg í boxbardaga
Miriam Gutierrez fékk að kynnast því hvernig er að verða fyrir 235 höggum í einum boxbardaga. Hún tapaði bardaga sínum á móti heimsmeistaranum Amanda Serrano og var óþekkjanleg á eftir.

Rosalegt sjónarhorn á rothöggið hans Jake Paul sem vill mæta UFC stjörnu næst
Samfélagsstjarnan Jake Paul hélt sigurgöngu sinni áfram í hringnum um helgina þegar hann kláraði andstæðing sinn með einn einu rohögginu.

Fyrrum NBA stjarna hættir eftir einn bardaga
Það eru ekki bara youtube stjörnur sem hafa fært sig inn í hnefaleikahringinn á síðustu árum og misserum. Deron Williams fyrrum leikmaður Utah Jazz og Brooklyn/New Jersey Nets mætti Frank Gore, fyrrum NFL leikmanni í bardaga í gærkvöldi.

Youtube stjarnan Paul sigraði með rothoggi
Jake Paul, youtube stjarnan sem hefur gerst boxari á síðustu mánuðum og árum sigraði sinn fimmta bardaga í nótt með rothöggi.

Dómarinn greip í brotnu hendi Valgerðar þegar hann tilkynnti sigurvegara
Eitt vandamál þegar þú ert búinn að vinna bardaga með brotinn þumal. Það er þegar dómarinn tilkynnir þig sem sigurvegara bardagans og grípur þéttingsfast í brotnu hendina.

Þumalbrotnaði í fyrstu lotu en kláraði samt bardagann og vann
Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í bardaga sínum í Jönköping í Svíþjóð um helgina en hún þurfti heldur betur að harka af sér í bardaganum.

Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum
Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt.

Skrifar söguna í ofur-millivigt
Saul „Canelo“ Alvarez heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar í hnefaleikaheiminum. Í nótt bar hann sigurorð af Caleb Plant í bardaga um IBF titilinn.

Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood
„Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun.

Stærsta boxmót ársins haldið í Kaplakrika á morgun: „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor“
Bestu hnefaleikakappar landsins munu berjast á stærsta boxmóti ársins sem haldið er í Kaplakrika á morgun. Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur, stendur fyrir mótinu og segir hann mikið lagt í kvöldið.

Var svo illa farinn eftir bardaga að síminn þekkti hann ekki
Hollenski sparkboxarinn Rico Verhoeven var svo illa farinn í andliti eftir bardaga að síminn hans þekkti hann ekki.

Oleksandr Usyk er nýr heimsmeistari í þungavigt
Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk tryggði sér í nótt þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt í hnefaleikum með því að sigra breska boxarann Anthony Joshua eftir dómaraúrskurð.

Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta
Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum.

Trump lýsir endurkomu Holyfields í hringinn
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, bregður sér í nýtt hlutverk um helgina þegar hann lýsir hnefaleikabardögum í Flórída ásamt syni sínum og nafna.

Átján ára boxari lést fimm dögum eftir rothögg
Átján ára hnefaleikakona frá Mexíkó, Jeanette Zacarias Zapata, er látin eftir rothögg í bardaga gegn Marie Pier Houle í Montreal á laugardaginn.

Gulldrengurinn segir að sér hafi verið nauðgað af eldri konu þegar hann var táningur
Hnefaleikakappinn Oscar De La Hoya hefur opnað sig varðandi nauðgun sem hann varð fyrir aðeins 13 ára gamall. Konan var á fertugsaldri.

Keppti í frægum buxum afa síns í fyrsta bardaganum sínum og vann
Nico Ali Walsh hóf hnefaleikferilinn sinn með sigri um helgina en áhuginn á þessum nýliða var kannski meiri en á flestum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hringnum.

Hækkuðu sig um þyngdarflokk milli Ólympíuleika en unnu aftur Ólympíugull
Kúbverjar eru konungar hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó en þeir hafa unnið þrenn gullverðlaun í keppninni til þessa.