Erika Nótt með tímamótasigur fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 15:02 Erika Nótt Einarsdóttir með verðlaunagrip sinn sem Norðurlandameistari í hnefaleikum 2024. mynd/HNÍ Hin 17 ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum, á Norðurlandamótinu sem var að ljúka í Danmörku. Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við. Box Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við.
Box Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira