Icebox haldið í fimmta sinn: „Mæta nógu snemma og sjá alla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2023 08:01 Það verður boðið til veislu í Kaplakrika í kvöld. Icebox Icebox verður haldið í 5. sinn í Kaplakrika í kvöld. Uppselt er á viðburðinn og mælt er með því að gestir mæti fyrr heldur en seinna til að ná sem bestum sætum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá aðalbardögum kvöldsins og hefst útsending klukkan 20.00. „Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið. Box Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið.
Box Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira