

Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í Víkina í kvöld. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur fyrir alla sem sáu hann. Lokatölur 4-5 Stjörnumönnum í vil sem fara mjög sælir heim í Garðabæinn.
Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. Leikið var í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Safamýri.
„Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld.
KA lagði Keflavík að velli í hádramatískum leik á Dalvíkurvelli í kvöld. 3-2 urðu lokatölur en gestirnir leiddu þegar einungis fimm míníutur lifðu leiks.
Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins.
Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins.
Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað.
Breiðablik fer nýjar leiðir til að laða fólk snemma á völlinn fyrir leik liðsins í kvöld. Boðið verður upp á hleragrill í anda þess sem þekkist í Bandaríkjunum.
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár.
Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit eftir eins marks sigur á KA 31-30. Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, var kátur eftir leik og hlakkaði til að mæta ÍBV í undanúrslitum.
Pablo Punyed var hvergi sjáanlegur þegar Íslandsmeistarar Víkings steinlágu á Akranesi í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hann meiddist lítillega á æfingu og þarf að fara í myndatöku vegna þessa.
Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, 0-1. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur í leikslok.
FH vann Fram í sex marka leik. Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður FH, spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið og skoraði þriðja mark FH.
Þróttur Reykjavík verður án tveggja sterkra leikmanna framan af sumri í Bestu deildinni í fótbolta. Linda Líf Boama verður ekkert með liðinu og þá er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir frá næstu þrjá mánuðina eða svo.
Skagamenn fengu Víkinga í heimsókn á Norðurálsvöllinn í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað en opnaðist fljótlega og eftir mikla baráttu fóru Skagamenn, sem voru hvattir vel áfram úr stúkunni, með sigur af hólmi og lokatölur 3-0.
Valur er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni í fótbolta.
Leiknismenn fengu skell gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í fótbolta í dag.
Stjarnan innbyrti sinn fyrsta sigur í Bestudeild karla í fótbolta þegar liðið vann sannfærandi 3-0 gegn Leikni í leik liðanna á Domusnova-vellinum í Breiðholtinu í kvöld.
Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3.
Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað á þriðjudaginn kemur, 26. apríl, með tveimur leikjum. Valskonur eiga titil að verja og það verður að segjast að liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að sóknarþenkjandi leikmönnum.
Ísak Snær Þorvaldsson var ein stærsta hetja 1. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik með Breiðabliki. Hann sýndi muninn á líkamlegu atgervi sínu á milli ára.
Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi.
Tveir síðustu leikir 1. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta fóru fram í gær. KA vann Leikni Reykjavík 1-0 og KR vann 4-1 útisigur á Fram er liðin mættust í Safamýri.
Nýliðar Fram tóku á móti KR í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasinu í Safamýri og áttu þeir ekki mikinn möguleika. KR sigraði leikinn 4-1 en voru komnir í 3-0 eftir 27 mínútur. Fram átti fína takta en í heild var þetta þægilegt fyrir KR.
KA mætti Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Dalvíkurvelli í kvöld. Aðstöðuleysi norðanmanna hefur vart farið fram hjá mörgum og mun KA því þurfa að spila nokkra leiki á Dalvík í byrjun móts. KA hafði að lokum 1-0 sigur eftir leik sem var ekki mikið fyrir augað.
Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla.
Kynningarfundur fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag. Er því spáð að Íslandsmeistarar Vals muni verja titil sinn. Fundinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.
Öll mörkin úr leikjum gærdagsins úr Bestu deild karla eru komin inn á Vísi. Þau má sjá hér að neðan.
Birkir Már Sævarsson náði mögnuðum áfanga er Valur vann ÍBV 2-1 í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hinn síungi Birkir Már var nefnilega að hefja sitt 20. tímabil í meistaraflokki og spilaði þarna sinn 400. deildarleik á ferlinum.
Breiðablik vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Keflavík í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.