Félög á Íslandi samið um að óléttar konur fái ekki greitt Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 07:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð í tvígang Evrópumeistari með Lyon. Sigur hennar í máli gegn félaginu hefur áhrif fyrir knattspyrnukonur um allan heim. Getty/Johannes Simon Í ljósi áfangans sem Sara Björk Gunnarsdóttir náði með því að vinna mál gegn franska félaginu Lyon, vegna vangoldinna launa þegar hún var barnshafandi, hafa Leikmannasamtök Íslands bent á að dæmi séu um að íslensk íþróttafélög neiti að greiða laun til óléttra leikmanna. Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af. Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Sjá meira
Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af.
Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Sjá meira
Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19
Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01
Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn