Víkingar byrja á sigri | Kjartan Henry kominn á blað hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 22:31 Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fjöldi leikja í Lengjubikar karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Njarðvík á meðan ríkjandi Lengjubikarmeistarar FH unnu Selfoss í Hafnafirði. Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar. Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira