Ástin á götunni

Fréttamynd

KR lá í Eyjum

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í Árbænum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum.

Sport
Fréttamynd

FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli

Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Blikar yfir gegn FH

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik.

Sport
Fréttamynd

Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram?

Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína.

Sport
Fréttamynd

Aftur frestað í Eyjum

Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997

Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Fullt hús hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig.

Sport
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Skagamönnum

Skagamenn unnu sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Keflavík 1-0 á útivelli með marki Ellerts J. Björnssonar. Víkingur og Grindavík skildu jöfn 0-0 í slökum leik í Fossvogi, en Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Fylki 3-1 á Laugardalsvellinum. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Val og Pálmi R. Pálmason eitt. Jens Sævarsson minnkaði muninn fyrir Fylki.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn yfir í Keflavík

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skagamenn hafa yfir 1-0 í Keflavík, þar sem Ellert Jón Björnsson skoraði mark ÍA á 22. mínútu. Valur hefur yfir 2-0 gegn Fylki á Laugardalsvelli með mörkum frá Garðari Gunnlaugssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Þá er markalaust í sjónvarpsleiknum á Sýn sem er viðureign Víkings og Grindavíkur.

Sport
Fréttamynd

Vill verða viðurkenndur Gaflari

Daði Lárusson, markvörður FH, hefur verið valinn leikmaður fimmtu umferðar af Fréttablaðinu. Daði hefur verið traustur milli stangana það sem af er leiktíðar og var hetja liðsins gegn Keflavík á mánudag.

Sport
Fréttamynd

Ekki á þeim buxunum að gefast upp

Þrír athyglisverðir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Á Laugardalsvellinum tekur Valur á móti Fylki, Víkingur fær Grindavík í heimsókn og í Keflavík mætast heimamenn og ÍA.

Sport
Fréttamynd

KR lagði Blika í sveiflukenndum leik

KR-ingar lögðu nýliða Breiðabliks 3-2 í lokaleik 5. umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Rógvi Jacobsen kom heimamönnum yfir 1-0 og þannig var staðan í hálfleik. Kristján Óli Sigurðsson og Marel Baldvinsson (víti) komu Blikum yfir, en Sigmundur Kristjánsson og Grétar Hjartarson tryggðu KR sigurinn með mörkum á 78. og 81. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Annað áfall fyrir Valsmenn

Valsmenn hafa orðið fyrir öðru áfalli á skömmum tíma því nú er ljóst að varnarjaxlinn Valur Fannar Gíslason verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann skaddaði liðbönd í hné í leiknum gegn Víkingi í í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Valur staðfesti þetta í íþróttafréttum NFS í kvöld, en skammt er síðan fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson kinnbeinsbrotnaði.

Sport
Fréttamynd

KR tekur á móti Breiðablik

Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld þegar KR-ingar taka á móti nýliðum Breiðabliks í vesturbænum. Þetta er lokaleikurinn í 5. umferð deildarinnar. Liðin hafa bæði hlotið sex stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum. Hægt verður að fyglgjast vel með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Valsstelpur unnu toppslaginn stórt

Valur vann toppslag Landsbankadeild kvenna gegn Breiðabliki 4-1 á Valbjarnarvelli í dag og er því áfram með fullt hús á toppnum. Þetta er fyrsta tap Breiðabliks í deildinni síðan í september 2004 en Blikastúlkur höfðu fyrir leikinn spilað 17 deildarleiki í röð án þess að tapa. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og þær Málfríður Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu hin mörkin.

Sport
Fréttamynd

Rakel búin að skora tvö mörk í toppslagnum

Rakel Logadóttir er búin að koma Valsstúlkum í 2-0 í toppslag Landsbankadeildar kvenna milli Vals og Breiðabliks sem fram fer þessa stundina á Valbjarnarvelli í Laugardal. Rakel skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Violu Odebrecht sem er að leika sinn fyrsta leik með Valsliðinu og seinna markið skoraði Rakel síðan á 30. mínútu eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur.

Sport
Fréttamynd

KR-konur burstuðu botnlið FH

KR-konur unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þeir unnu stórsigur á botnliði FH, 0-9 í Kaplakrika í dag. KR-liðið sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu hefur þar með unnið tvo leiki í röð, en FH-liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 1-24. Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR-liðið í leiknum og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Öll mörk Olgu komu á síðasta hálftímanum í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Tveir grannaslagir í 4. umferð

Í dag var dregið í 4. umferð Visa-bikarsins í knattspyrnu, en sigurvegarar þar fara í 16-liða úrslitin og mæta úrvalsdeildarliðunum. Breiðholtsliðin og erkifjendurnir ÍR og Leiknir drógust saman, silfurliðið frá í fyrra, Fram, sækir Hauka heim, Þróttur R mætir HK, Afturelding mætir Njarðvík, Akureyrarliðin KA og Þór etja kappi og loks mætast liðin að austan Sindri frá Höfn í Hornafirði og Fjarðabyggð.

Sport
Fréttamynd

Spilar knattspyrnu með Þór í sumar

Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur á Andorra

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri lagði Andorra 2-0 á Skipaskaga í kvöld og er því komið í milliriðil fyrir Evrópumótið í sumar. Þar leikur íslenska liðið við Ítali og Austurríkismenn. Það voru Emil Hallfreðsson og Rúrik Gíslason sem skoruðu mörk íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á Skaganum í hálfleik

Staðan í leik Íslands og Andorra í umspilsleik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Akranesi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að brjóta ísinn í kvöld þrátt fyrir talsverða yfirburði.

Sport
Fréttamynd

Markaveisla af bestu gerð

Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn enn án stiga

Valsmenn unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Skagamönnum á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og eru skagamenn því enn án stiga eftir fjórum umferðum er lokið. Igor Pesic kom ÍA yfir fyrir hlé, en þeir Sigurbjörn Hreiðarsson og Garðar Gunnlaugsson tryggðu sprækum Valsmönnum sigurinn með sitt hvoru markinu í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Óskar Örn kláraði Blika

Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Breiðablik í Landsbankadeild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir komust yfir með marki frá Óla Stefáni Flóventssyni, en Marel Baldvinsson kom heimamönnum yfir með mörkum úr tveimur vítaspyrnum. Það var hinsvegar Ólafur Örn Hauksson sem stal senunni þegar hann skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í lokin og tryggði Grindvíkingum dýrmætan sigur.

Sport
Fréttamynd

Marel kemur Blikum yfir

Marel Baldvinsson hefur komið Breiðablik yfir 2-1 gegn Grindavík á Kópavogsvelli, en mark hans kom úr vítaspyrnu á 70. mínútu, líkt og mark hans í fyrri hálfleiknum. Það var Óli Stefán Flóventsson sem kom gestunum á bragðið í fyrri hálfleik. Staðan í leik Vals og ÍA er 1-0 í hálfleik fyrir ÍA og þar var það Igor Pesic sem skoraði mark ÍA, nokkuð gegn gangi leiksins sem sýndur er beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Pesic kemur Skagamönnum yfir

Igor Pesic hefur komið Skagamönnum yfir gegn Val í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Pesic slapp einn innfyrir vörn Vals eftir að rangstöðugildra liðsins klikkaði illa og skoraði auðveldlega á 40. mínútu. Valsmenn höfðu fram að þessu verið betri aðilinn í leiknum og klúðraði Guðmundur Benediktsson sannkölluðu dauðafæri um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Kópavogi

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í Landsbankadeildinni og er staðan jöfn 1-1. Óli Stefán Flóventsson kom gestunum yfir á 19. mínútu, en Marel Baldvinsson jafnaði leikinn skömmu áður en flautað var til hlés með marki úr vítaspyrnu. Staðan í leik Vals og ÍA er enn 0-0 en sá leikur er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Gestirnir komnir yfir á Kópavogsvelli

Óli Stefán Flóventsson hefur komið Grindvíkingum yfir í 1-0 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í fyrri leik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Markið kom á 19. mínútu eftir að heimamenn gerðu sig seka um mistök í vörninni. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport