Eyjólfur: Gætum stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:27 Eyjólfur Sverrsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Mynd/E.Stefán Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Íslenski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Íslenski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira