Ólafur: Tveir af þremur erfiðustu leikjunum í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Mynd/Valli Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira