Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Við ætlum okkur á EM

KKÍ er að spýta í lófana með kvennalandsliðið í körfuknattleik og stefnan er að koma liðinu á EM næsta sumar. Í fyrsta skipti í langan tíma er horft til framtíðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Virði ákvörðun þjálfaranna

Kristófer Acox verður ekki með íslenska landsliðinu í körfubolta í sumar en þjálfarar hans í Furman háskólanum í Bandaríkjunum óskuðu þess að hann myndi einbeita sér að því að ná fullum styrk á ný eftir meiðsli.

Körfubolti
Fréttamynd

Góður árangur í Solna

Norðurlandsmóti yngri landsliða í körfubolta í Solna lauk í dag. Danmörk var andstæðingur íslensku liðanna á lokadeginum og unnust þrír sigrar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hannes kjörinn í stjórn FIBA Europe

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var kjörinn í stjórn FIBA Europe, evrópska körfuknattleikssambandsins, á þingi samtakanna sem nú stendur yfir. Frá þessu var greint á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti
Fréttamynd

Teitur kvaddur með virktum | Glæsileg kveðjugjöf

Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari liðsins eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Leifur orðinn FIBA dómari á ný

Ísland á nú tvo virka FIBA-dómara eftir að Leifur S. Garðarsson stóðs kröfur FIBA og komst á ný í hóp FIBA-dómara en Leifur tók flautuna af hillunni í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðalsteinn dæmdi bikarúrslitaleikinn í Sviss

Íslenski körfuboltadómarinn Aðalsteinn Hjartarson dæmdi um helgina bikarúrslitaleikinn í svissneska körfuboltanum þar sem Les Lions de Genève tryggði sér svissneska bikarinn eftir 73-59 sigur á Fribourg Olympic.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór stigahæstur í sigri

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik þegar CAI Zaragoza lagði La Bruixa D`or 74-71 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í hádeginu. Jón Arnór skoraði 16 stig í leiknum.

Körfubolti