Við ætlum okkur á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. júlí 2014 06:00 Það er verið að blása í herlúðra hjá kvennalandsliðinu og liðið stefnir hátt. Ívar Ásgrímsson er þjálfari liðsins. fréttablaðið/valli Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00
Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45