Tekst Grindvíkingum loks að vinna KR í lokaúrslitum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2014 11:27 Vísir//Daníel Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn