ÍR

Fréttamynd

Upp­gjörið og við­töl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum

ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri sínum í leik liðanna í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-95 en það var Zarko Jukic sem tryggði ÍR-ingum sætan sigur með því að blaka boltanum ofan í rétt rúmri sekúndu fyrir leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breið­holti

Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld.

Lífið
Fréttamynd

„Við viljum að þetta verði ævin­týri“

Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik.

Körfubolti