Handbolti

Geggjaðar Eyjakonur á toppinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir raðaði inn er Eyjakonur fóru á toppinn.
Birna Berg Haraldsdóttir raðaði inn er Eyjakonur fóru á toppinn. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV komst í kvöld á topp Olís-deildar kvenna í handbolta með stórsigri á ÍR í toppslag. Munurinn endaði í tólf mörkum, 36-24.

Leikurinn var jafn í upphafi þar sem ÍR var skrefi á undan. Breiðhyltingar gátu með sigri jafnað bæði ÍBV og Val að stigum á toppnum.

Eyjakonur hrukku hins vegar í gang á seinni hluta fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 20-13 fyrir heimakonur.

Eftir það litu Vestmannaeyingar ekki um öxl og unnu öruggan 36-24 sigur.

Birna Berg Haraldsdóttir var heimakvenna markahæst með ellefu mörk en Sandra Erlingsdóttir skoraði níu.

Með sigrinum fer ÍBV á topp deildarinnar með 18 stig, tveimur á undan Val, sem á leik inni. ÍR er með 14 stig í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×