Víkingur Reykjavík

Nýta mögulega hraðpróf til að fleiri geti notið dramatíkurinnar í Víkinni
Víkingar vinna nú að því að sem flestir eigi þess kost að vera viðstaddir þegar þeir freista þess að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fótbolta í þrjátíu ár, á laugardaginn. Hugsanlegt er að leikur Víkings og Leiknis verði fyrsti „hraðprófaviðburðurinn“ á Íslandi.

„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“
„Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld.

Kjartan biðst afsökunar eftir kjaftshöggið
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, hefur beðist afsökunar á framferði sínu í gær undir lokin á tapi liðsins gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

Arnar Gunnlaugs byrjaði viðtalið eftir leikinn á því að öskra
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var tekinn í viðtal strax eftir sigurinn á KR á Meistaravöllum í gær og þetta viðtal bætist í hóp margra góðra sem hafa verið tekin við Arnar.

Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær
KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann.

Vítaspyrnurnar sem breyttu gangi máli á Íslandsmótinu
Sviptingar urðu á Íslandsmóti karla í fótbolta í gær er topplið deildarinnar fóru á erfiða útivelli. Eftir að hafa setið fastur yfir Smáranum í Kópavogi sveiflaðist pendúllinn og bendir nú á Fossvoginn þar sem ótrúlegir hlutir gætu gerst á næstu dögum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar
Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir.

Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.

Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín
Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum.

Arnar um stórleiki dagsins: Það gerast skrítnir hlutir þegar þú nálgast titil
Víkingar eiga enn möguleika á að vinna tvennuna en liðið er komið í undanúrslit í bikar og er svo í öðru sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta þegar tvær umferðir á eftir. Það er því allt undir í dag.

Arnór Guðjohnsen segir að Arnór Borg hafi alla burði til að slá í gegn með Víkingum
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára. Feðgarnir tóku stutt spjall við Stöð 2 í dag og fóru yfir framtíðina, Guðjohnsen-nafnið og ýmislegt fleira.

Arnór Borg skiptir yfir í liðið þar sem pabbi hans hóf ferilinn
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann mun þá feta í 44 ára gömul fótspor föður síns.

Kári ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi og Arnór Borg skrifar undir
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er að kveðja knattspyrnulið Víkinga eftir tímabilið en hann er alls ekki að hætta að þjónusta Fossvogsliðið.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍBV 27-30 | Eyjasigur gegn sprækum Víkingum
ÍBV vann sigur á Víkingum í 1.umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Víkinni. Lokatölur 30-27 eftir að Víkingar höfðu leitt lengst af í leiknum.

Kári Kristján: Fengum einn á kjaftinn
„Þessi leikur á eftir að verða dýrmætur fyrir okkur til að læra af, við fengum eiginlega bara einn á kjaftinn. Það er einkunnin, einn á kjaftinn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línumaður ÍBV eftir 30-27 sigur Eyjamanna á Víkingum í Olís-deildinni í kvöld.

Arnór Borg að ganga til liðs við Víking
Arnór Borg Guðjohnsen er við það að ganga í raðir við Víking R. frá Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að félagið sé í viðræðum við sóknarmanninn.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik
Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að.

Búið að draga í undanúrslitin: Bikarmeistararnir fara á Ísafjörð og Keflavík á Skagann
Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Vestri - eina liðið úr Lengjudeildinni sem er í undanúrslitum - fær bikarmeistara Víkings í heimsókn á meðan Keflavík mætir ÍA á Akranesi.

Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með 1-0 sigur á Fylki í 8. umferð Mjókurbikar karla í Árbænum í kvöld. Leikurinn var háspenna, lífshætta frá fyrstu mínútu og kom ekki markið fyrr en í framlengingunni.

Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti)
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 3-0 | Víkingur tekur toppsætið í bili
Víkingur R. eru komnir á topp deildarinnar í bili, eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í dag. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Nú þurfa þeir að stóla á úrslit úr leik Breiðabliks gegn Val til þess að halda fyrsta sætinu.

Arnar: ,,Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag.

Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum
Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð.

Framkvæmdastjóri Víkings: Brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók
Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til.

Umfjöllun og viðtöl: FH – Víkingur 1-2| Víkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni
Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli.Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2.

„Mikið áfall að þurfa að hætta í handbolta“
Hinn 29 ára gamli Pétur Júníusson þurfti að taka sér þriggja ára hlé frá handboltaiðkun vegna þrálátra meiðsla en er mættur aftur í Olís deildina með nýliðum Víkings.

Arnar Gunnlaugsson: Þetta var vonandi meistarasigur
Víkingur Reykjavík vann FH 1-2 í fjörugum leik. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar sáttur með stigin þrjú og voru FH töluvert betri að hans mati.

Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar
Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH.

Pétur Júníusson tekur skóna af hillunni og slaginn með Víkingum
Nýliðar Víkings í Olís-deild karla í handbolta hafa samið við tvo leikmenn, þá Pétur Júníusson og Andra Dag Ófeigsson.

Fjórir Víkingar byrja nýja undankeppni U21-landsliðsins
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21-liðs karla í fótbolta, hefur valið 20 leikmanna hóp vegna fyrstu leikjanna í undankeppni Evrópumótsins 2023.